20.4.2008 | 23:41
Íhaldið setur ný met í borginni
Þegar maður hélt að íhaldsliðið gæti ekki toppað vitleysuna frá því þegar nýjasti meirihlutinn í borginni tók við skömmu eftir áramót þá dreif liðið í því. Formaður stjórnar REI undirritar viljayfirlýsingu um hagkæmnirannsóknir í Djíbjútí. Mogginn skammar liðið fyrir að svíkja hugsjónir sínar og telur að önnur eins lágkúra hafi ekki þekkst í borgarstjórn Reykjvavíkur. Þá rýkur liðið til og vill selja REI þó það sé nýbúið að skrifa upp á það í skýrslu stýrihópsins að REI eigi að vera 100 % í eigu OR. Ólafur F. segir að það komi ekki til greina að selja REI og stefnumörkunin sem unnið var að innan stýrihópsins verði í heiðri höfð.
Er það nema von að fólk hristi hausinn og átti sig ekki á því sem um er að vera. Mér var hins vegar kennt að líta alltaf á björtu hliðarnar í lífinu. En eina ánægjulega hliðin sem ég sé á þessu máli er sú að borgarfulltrúar íhaldsins sitja ekki ríkisstjórn og með sama áframhaldi sjá allir að ekkert þeirra á erindi þangað.
Eða eins og félagi Dagur orðaði það: Sjáfstæðisflokkurinn verður að fara að girða sig í brók.
Þetta er orðinn algjörlega höfuðlaus her og hann veit ekkert í hvaða átt á að stefna. Mitt í hinu endurnýjaða REI umróti þá minnist maður þess að liðið hefur ekki einu sinni komið sér saman um hver næsti borgarstjóri á þeirra vegum á að vera. Vonandi, borgarinnar vegna, sækja þau einhvern út fyrir sínar raðir. Svona miðað við frammistöðuna síðustu mánuðina.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:43 | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Athugasemdir
REI málið sprakk í höndunum á sjálfstæðismönnunum og politíska blóðið rann í stríðum straumum. Nú þegar sárin eru að gróa þá eru sjallarnir á fullu að tengja sömu sprengjuna aftur. Það er greinilegt að þetta fólk lærir ekki af mistökum sínum.
Sigurður Haukur Gíslason, 21.4.2008 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.