Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Almenningur telur að ójöfnuður hafi aukist

Mikill meirihluti þjóðarinnar  er sammála Samfylkingunni um það að ójöfnuðurinn í samfélaginu hefur aukist á síðasta kjörtímabili. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Capacent Gallup framkvæmdi fyrir Morgunablaðið og RÚV. Mjög stór hluti þjóðarinnar eða 71% þjóðarinnar er þeirrar skoðunar ójöfnuður hafið aukist á síðasta kjörtímabili.

Þetta hefur Samfylkingin bent á hvað eftir annað og það er greinilegt að fólkið í landinu er sammála okkur um þetta. Það er auðvitað óþolandi hvernig ríkisstjórnin hefur með aðgerðum sínum í skattamálum beinlínis aukið á ójöfnuðinn í landinu. Þetta sér almenningur og það er óþolandi að skattbyrði lágtekju - og millitekjuhópanna hefur aukist  á meðan mulið er undir þá sem mest hafa á milli handanna. Ríkisstjórnarflokkarnir eru ábyrgir fyrir þessu óréttláta kerfi.

Eina leiðin til að snúa af þessari braut er að Samfylkingin fái nægjanlegan styrk í kosningunum 12. maí til þess að leiða frjálslynda jafnaðarstjórn.


Óþolandi framganga Impregilo

Miðað við fréttirnar af framferði Impregilo á Kárahnjúkum þá hef ég aldrei verið sannfærðari en nú um mikilvægi verkalýðshreyfingarinnar. Framkoma fyrirtækisins gagnvart sínum starfsmönnum er fyrir neðan allar hellur og maður hélt einfaldlega að svona framkoma tíðkaðist ekki. En sú virðist ekki vera raunin.

Hér er um að ræða framkomu sem íslenskt samfélag á ekki að líða. Það er óþolandi að þetta skuli eiga sér stað á Íslandi á 21. öldinni.

Stjórnvöld eiga einfaldlega að senda skýr skilaboð um það að svona hegðun gagnvart vinnandi fólki líðist ekki á Íslandi.

 


Steingrímur Joð = Krati og ósmekkleg ummæli JBH

Gaman var að fylgjast með Jóni Baldvin Hannibalssyni fletta ofan af meintri róttækni Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Viðtalið við Jón í Silfrinu í gær var í raun framlenging á góðri greiningu hans í Lesbók Morgunblaðsins um það hvort sameining vinsri manna hafi mistekist.

Varðstaða um óbreytt ástand er ekki merki um róttækni. Varðstaða um okurvexti og okurverð er ekki merki um róttækni.

Á meðan Steingrímur viðurkennir að það samfélag sem jafnaðarmenn á Norðurlöndum hafa byggt upp sé sú besta samfélagsgerð sem til er í heiminum þá afneitar hann því að hann sé jafnaðarmaður. Til þess sé hann of róttækur. En í hverju felst róttæknin?

Ég tel fyrst og fremst að róttæknin felist í varðstöðunni um óbreytt ástand. Viljanum til þess að loka augunum fyrir Evrópu, loka augunum fyrir okrinu í íslensku samfélagi. Um þetta getur íhaldið og afturhaldið sameinast í íslenskri pólitík.

Eitt get ég þó ekki varið sem JBH lét út úr sé í viðtalinu við Egil. Það var þegar hann kallaði menntamálaráðherrann, hana Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur ljóskuna í menntamálaráðuneytinu. Svona segja menn ekki. Þetta er dónaskapur.

Alveg eins og það var dónaskapur af Davíð að kalla Jón Ásgeir og Jóhannes í Bónus götustráka. Það var líka dónaskapur þegar Ólafur Ragnar sagði að Davíð hefði skítlegt eðli eða þegar stórkratinn Steingrímur Joð kallaði Davíð gungu og druslu. Ekki má heldur gleyma ummælum núverandi forsætisráðherra um sætustu stelpuna á ballinu og hvort þessar konur hefðu hvort eð er ekki orðið ófrískar.

Allt eru þetta ósmekkleg og óheppileg ummæli hjá mönnum sem hafa mikla pólitíska vigt í umræðunni og ættu að vita betur. En öllum getur orðið fótskortur á tungunni, þessum mönnum sem öðrum.


Fjármálaráðherra í kröppum dansi

Í dag var kjördæmaþátturinn á RÚV tileinkaður Suðurkjördæmi. Þar voru oddvitar listanna mættir til þess að ræða málefni kjördæmisins. Allir oddvitarnir voru mættir að Guðna Ágústssyni undanskildum. Í hans stað var stjórnarandstæðingurinn Bjarni, á þing þó hann skrolli, Harðarson.

Heilt yfir þá stóð Björgvin G. Sigurðsson, oddviti okkar Samfylkingarmanna sig langbest í umræðunum, málefnalegur og kjarnyrtur. Atli Gíslason stóð sig vel að vanda, skeleggur og kemur sínum málum alltaf á framfæri. Bjarni Harðarson frá Framsóknarflokki stóð sig líka vel en vandinn við hann er að maður mætti halda að hann hefði setið í stjórnarandstöðu undanfarin 12 ár en svo er auðvitað ekki. Skemmtilegt var að fylgjast með átökum Bjarna og Árna Mathiesen í þættinum um samgöngumál.  

Áberandi var hversu illa fjármálaráðherranum, Árna M. Mathiesen leið í þættinum. Greinilegt var að þjóðlendumálin, samgöngumálin og atvinnustefna ríkisstjórnarinnar reyndust honum afar erfið og hann átti eftir að svara fyrir þessi mál. Ekki bætti svo úr skák fyrir Árna að Framsóknarflokkurinn var lentur í stjórnarandstöðu í þættinum og kom það mörgum á óvart. Bjarni taldi m.a. að Íhaldið hefði ákveðið að slá hugmyndir um göng til Eyja út af borðinu og helst ekki viljað ræða þessar hugmyndir af þeirii ástæðu að Árni Johnsen annar maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hefði sett hugmyndina á dagskrá. Mathiesen gerði enga tilraun til þess að reyna að svara þessum málflutningi Bjarna.

Vanrækslusyndir Íhaldsins í samgöngumálum birtast okkur um allt kjördæmið. Nægir þar að nefna Suðurstrandarveg og dæmalausan vandræðagang í kringum tvöföldun Suðurlandsvegar. Ekki þarf heldur að minna neinn á það ófremdarástand sem er í samgöngumálum Eyjamanna. Sjálfstæðismenn hafa haft 16 ár í Samgönguráðuneytinu til þess að leysa úr þessum málum en ekkert hefur gerst.

Í upphafi þáttarins var birt glæný skoðanakönnun Capacent Gallup. Í henni staðfestist að Samfylkingin er á gríðarlegri siglingu um þessari mundir. Við mælumst með tæplega 25 % fylgi líkt og kom fram í gær í kjördæmþættinum sem tileinkaður var Reykjavík Suður. Að fara úr 18 % fylgi í 25 % á stuttum tíma er gríðargóður árangur og gefur góð fyrirheit um framhaldið.

Við höldum okkur fjórum þingmönnum í Suðurkjördæmi og verðum með fyrsta þingmann kjördæmisins. Ég er sannfærður um það.


Kosningaskrifstofa opnuð og uppsveiflan hafin

Ég var rétt í þessu að koma af opnun kosningaskrifstofu Samfylkingarinnar á Hornafirði. Þeir félagar, Björgvin G. Sigurðsson og Róbert Marshall mættu á opnunina.

Fjöldi fólks mætti og fékk sér kaffi með frambjóðendunum og rabbaði við þá á skrifstofunni. Mjög góð stemmning var við opnunina og greinilegt að fréttir dagsins af skoðanakönnun Capacent Gallup hleyptu lífi í fólk.

Uppsveiflan er svo sannarlega hafin og fer Samfylkingarfólk á Hornafirði ekki varhluta af því.

Glæsilegur og kraftmikill landsfundur okkar í Egilshöll um síðastliðna helgi hefur greinilega hleypt endurnýjuðum krafti í okkar ágæta flokksfólk. Í Egilshöll birtist okkur fullmótaður jafnaðarflokkur með skýra framtíðarsýn.


Hroki Ragnheiðar Elínar

"Ef ég ætti að lýsa því með einu orði, þá myndi ég segja ótrúverðugleiki."

Þetta var svar Ragnheiðar Elínar, aðstoðarkonu forsætisráðherra og frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins, í Kastljósinu í kvöld þegar hún var innt eftir viðbrögðum við ræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttir á landsfundi Samfylkingarinnar.

Ég verð að segja að mér finnst þetta dapurleg umræða og lýsa alveg ótrúlegum hroka hjá viðkomandi. Þetta er sett fram án nokkurs rökstuðnings og er hluti af bábilju íhaldsins. En svona talar bara fólk og flokkur sem ekkert hefur fram að færa í umræðu um stjórnmál.

Sjálfstæðismenn virðast trúa þvi að ef þeir þylja sömu vitleysuna nógu oft þá fari fólk á endanum að trúa vitleysunni. Ef það gengur ekki þá má alltaf ná sér í nokkrar klípur af smjöri og gríta í allar áttir.

Þetta er það sem Íhaldið hefur fram að færa í pólitískri umræðu á Íslandi í dag: sleggjudómar og smjörklípur.


Frumkvæði Samfylkingarinnar í efnahagsmálum

Það er greinilegt að Samfylkingin er búin að ná frumkvæði í umræðunni um efnahagsmál á Íslandi. Á annað hundrað manns mættu á Grand Hótel í gær og hlustuðu á erindi Jóns Sigurðssonar, hagfræðings og fyrrverandi viðskipta - og iðnaðarráðherra Alþýðuflokksins og bankastjóra.  

Á fundinum fjallaði Jón um ritið sem kom á vegum Samfylkingarinnar ber yfirskriftina "Jafnvægi og framfarir - ábyrg efnahagsstefna". Ritinu var ritsýrt af Jóni og er sú greining á efnagagslífinu sem þar kemur fram undanfari ályktana landsfundar Samfylkingarinnar sem settur verður á morgun.

Nánar er hægt að lesa um fundinn hér.

Ójafnvægið í íslensku hagkerfi er mikið. Viðskiptahallinn er gríðarlegur, verðbólgan er hátt yfir verðbólgumarkmiðum Seðlabankans og vaxtamunur á milli Íslands og annarra markaðslanda hefur aldrei verið meiri. Ójöfnuðrinn í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur líka aukist til muna og kjör lífeyrisþega og barnafjölskyldna hafa dregist aftur úr.

Stjórnarliðar stæra sig gjarnan af stöðugleikanum. Ég held hins vegar að það eina sem er stöðugt á stjórnarheimilinu hvað efnahagsmál varðar er óstöðugleikinn.

Eina leiðin til þess að snúa af leið aukins ójöfnuðar í samfélaginu og til að koma á stöðugleika í efnahagsmálum er að við taki frjálslynd jafnaðarstjórn að loknum kosningum. Slík ríkisstjórn verður aldrei mynduð nema undir forystu Samfylkingarinnar.


Styrkur Sólrúnar - hræðsla framsóknaríhaldsins

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar kallar fram ofsafengin og óttablandin viðbrögð hjá Sjálfstæðis - og Framsóknarmönnum. Sérstaklega er Íhaldið ofsafengið í afstöðu sinni til Ingibjargar. Skrímsladeildin hjá Sjálfstæðisflokknum notar hvert tækifæri til ráðast á Ingibjörgu og notar til þess öll hugsanleg og óhugsanleg verkfæri enda helgar tilgangurinn meðalið á þeim bænum.

Ekki vil ég kveinka mér undan þessari áráttu framsóknaríhaldsins nema síður sé. Ótti og hræðsla þessa ágæta fólks staðfestir fyrir mér styrk Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sem stjórnmálamanns. Sú staðreynd að 81% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins hefur neikvætt viðhorf í garð Ingibjargar Sólrúnar kemur mér ekkert á óvart frekar en öðru Samfylkingarfólki. Í raun hefði ég haldið miðað við hvernig skrímsladeild Íhaldsins hamast á henni ætti hlutfallið að vera hærra. Þetta sýnir kannski að stærri hluti Íhaldsmanna en ég átti von á er ekki svo óskynsamur eftir allt saman.

Hitt kemur mér meira á óvart að svo hátt hlutfall Framsóknarmanna skuli hafa svo neikvætt viðhorf til míns ágæta formanns. Ég hefði haldð eftir farsælt samstarf Ingibjargar og Alfreðs Þorsteinssonar innar R - listans á sínum tíma hefði átt að skila henna jákvæðara viðmóti hjá Framsóknarfólki. En sjaldnast launar kálfurinn ofeldið.

 


Stuðningur eða ekki stuðningur


Hvernig hljómar stuðningsyfirlýsing ef þetta er ekki stuðningsyfirlýsing?

Iceland

“The United States now considers its security to be gravely endangered by the actions and attacks of terrorists and because of various threats from countries governed by dictators and tyrants. It believes that support from this small country makes a difference... The declaration issued by the Icelandic Government on the Iraq dispute says that we intend to maintain the close cooperation we have had with our powerful ally in the West.

First of all, this involves flyover authorization for the Icelandic air control area. Secondly, the use of Keflavik Airport, if necessary. In third place, we will take part in the reconstruction of Iraq after the war ends. Fourthly, we expressed political support for Resolution 1441 being enforced after four months of delays."
-- Prime Minister Oddsson, March 18, 2003

Tekið af vef Hvíta hússins, http://www.whitehouse.gov/infocus/iraq/news/20030326-7.html.

Þetta er meira en bara fréttatilkynning!

Það er með hreinum ólíkindum hvernig menn geta þrætt fyrir það að Ísland hafi ekki stutt við bakið á ólöglegri innrás Bush og félaga inn í Írak með öllum þeim ráðum sem hugsanleg voru af Íslands hálfu.


Kosningabaráttan hafin - sókn í norðaustri

Skrapp á Selfoss síðasta miðvikudag til þess að vera viðstaddur opnun kosningamiðstöðvar okkar í Inghól. Þetta var ánægjuleg ferð í alla staði. Margt var um manninn og góð stemmning.

Margrét Frímannsdóttir, fyrrum leiðtogi okkar jafnaðarmanna í Suðurkjördæmi flutti stutt erindi sem og Björgvin G. Sigurðsson, núverandi leiðtogi okkar í kjördæminu.

Einnig fluttu þeir félagar Róbert Marshall og Guðmundur Steingrímsson, frambjóðandi í Suðvesturkjördæmi stutt en afar hnitmiðað tónlistaratriði. Þeir fóru m.a. á kostum þegar þeir fluttu af innlifun gamlan KISS slagara, Lick it up. Ég er þess fullviss eftir að hafa hlustað á þá félaga á Selfossi að þeir verða án vafa leynivopnið okkar þessari kosningabaráttu.

Á leiðinni heim hlustaði ég síðan á kosningaútsendingu Stöðvar tvö þar sem oddvitar framboðanna í Norðausturkjördæmi mættust á Akureyri. Gaman var að heyra niðurstöðuna úr skoðanakönnun í kjördæminu sem kynnt var áður en umræður hófust. Samfylkingin er greinilega í stórsókn í kjördæminu undir forystu Kristjáns L. Möllers.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband