Leita í fréttum mbl.is

Króna eða Evra

Ég er sammála því sem kom fram í máli Lúðvíks Bergvinssonar, þingflokksformanns Samfylkingarinnar, á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun varðandi gjaldeyrismál þjóðarinnar til framtíðar. Val okkar um gjaldmiðil til framtíðar stendur einfaldlega um það hvort við ætlum að halda í krónuna sem okkar gjaldmiðil eða hvort við ætlum að stefna að því að ganga í Evrópusambandið og taka upp Evru.

Aðrir kostir sem nefndir eru til sögunnar eins og það að taka upp svissneskan franka eða búa til nýtt myntbandalag með Norðurlandaþjóðunum eru bara ekki trúverðugir. Stundum hefur maður það á tilfinningunni að slíkir kostir séu bara settir fram til þess að rugla umræðuna eða vegna þess að sannleikurinn og veruleikinn sem blasir við okkur er of sár fyrir einhverja. Hatur einstakra manna og flokka á Evrópusambandinu er slíkt að menn geta ekki til þess hugsað að Evran eða Krónan séu þeir kostir sem við sitjum uppi með. Sérstaklega í ljósi þess að flestir ef ekki allir virðast orðnir sammála um það að Krónan er ekki á vetur setjandi.

Svo eru aðrir pólitíkusar sem vilja alls ekki ræða þessi mál vegna þess að þeir eru svo hræddir um að flokkurinn þeirra klofni í umræðum um Evrópusambandið. Björn Bjarnason hefur gengið svo langt að segja að allir flokkar myndu klofna í umræðum um aðildarviðræður. Þetta er ekki rétt hjá ráðherranum vegna þess að Samfylkingin hefur tekið þessa umræðu og komist að skýrri niðurstöðu. Hún er sú að Ísland eigi að skilgreina samningsmarkmiðin, hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið og leggja síðan niðurstöðu þeirra viðræðna í dóm kjósenda. Þannig að áhyggjur ráðherrans af því að Samfylkingin myndi klofna vegna þessa máls eru stórlega ýktar.

Það er mikilvægara nú en nokkru sinni að tekin verði ákvörðun um það hvert við ætlum að stefna til framtíðar í þessum málum. Óvissan er aldrei góð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorgerður Laufey Diðriksdóttir

upplýst umræða skiptir máli í öllum málum stórum og smáum.

Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, 20.3.2008 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband