Leita í fréttum mbl.is

Kosningabaráttan hafin - sókn í norðaustri

Skrapp á Selfoss síðasta miðvikudag til þess að vera viðstaddur opnun kosningamiðstöðvar okkar í Inghól. Þetta var ánægjuleg ferð í alla staði. Margt var um manninn og góð stemmning.

Margrét Frímannsdóttir, fyrrum leiðtogi okkar jafnaðarmanna í Suðurkjördæmi flutti stutt erindi sem og Björgvin G. Sigurðsson, núverandi leiðtogi okkar í kjördæminu.

Einnig fluttu þeir félagar Róbert Marshall og Guðmundur Steingrímsson, frambjóðandi í Suðvesturkjördæmi stutt en afar hnitmiðað tónlistaratriði. Þeir fóru m.a. á kostum þegar þeir fluttu af innlifun gamlan KISS slagara, Lick it up. Ég er þess fullviss eftir að hafa hlustað á þá félaga á Selfossi að þeir verða án vafa leynivopnið okkar þessari kosningabaráttu.

Á leiðinni heim hlustaði ég síðan á kosningaútsendingu Stöðvar tvö þar sem oddvitar framboðanna í Norðausturkjördæmi mættust á Akureyri. Gaman var að heyra niðurstöðuna úr skoðanakönnun í kjördæminu sem kynnt var áður en umræður hófust. Samfylkingin er greinilega í stórsókn í kjördæminu undir forystu Kristjáns L. Möllers.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband