Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012
9.2.2012 | 12:54
Opinberar og hálfopinberar framkvæmdir
Vaðlaheiðargöng eru umdeild framkvæmd. Ekki bara framkvæmdin sem slík heldur hafa margir einnig deilt á það hvernig standa eigi að framkvæmdunum.
Gagnrýnendur hafa sagt að með því að fá sérstakt hlutfélag utan um framkvæmdina sé í raun verið að fela þann kostnað sem á endanum muni falla á almenna skattgreiðendur. Með öðrum orðum þá standist forsendur þeirra ekki. Að mati gagnrýnenda þýðir þetta að verið er að skuldbinda ríkissjóð til framtíðar með mjög ógagnsæjum hætti.
Stuðningsmenn framkvæmdarinnar telja aftur að móti að forsendurnar séu traustar og að göngin eigi eftir að standa undir sér með þeim veggjöldum sem lögð eru til. Eitt held ég samt að flestir séu sammála um, að um framkvæmdina eigi að gilda þau lög og þær reglur sem gilda um opinberar framkvæmdir, er varðar útboð og annað slíkt.
Þetta leiðir hugann að öðrum svipuðum verkefnum - en ekki endilega sambærilegum. Setur t.d. sveitarfélag það sem skilyrði fyrir móttöku gjafar - t.d. eitt stykki íþróttahús, svo dæmi sé tekið - frá fyrirtæki í sveitarfélaginu að farið verði eftir þeim lögum sem gilda um opinbera aðila við slíkar framkvæmdir?
Eða hefur sveitarfélagið e.t.v. fundið sér hjáleið framhjá þessum lögum til framtíðar litið?
5.2.2012 | 20:40
Klárum málin – forgangsverkefnin í atvinnu – og efnahagsmálum
Opinn fundur með þingmönnum Samfylkingarinnar, Björgvini G. Sigurðssyni og Róberti Marshall verður haldinn á Hornafirði mánudaginn 6. febrúar kl. 20:00, nánar tiltekið á Kaffi Horninu.
Þar munu þingmennirnir verða með stutta framsögu, taka þátt í umræðum og svara fyrirspurnum fundarmanna um forgangsverkefnin í atvinnu og efnahagsmálum þjóðarinnar.
Allir sem hafa áhuga málefnum líðandi stundar i stjórnmálunum er hvattir til að mæta og eiga orðastað við þingmennina. Þrátt fyrir að fundurinn sé tileinkaður forgangsverkefnunum í atvinnu og efnahagsmálum þá er að sjálfsögðu hægt að nýta sér fundinn til þess að spyrja þingmennina út í öll þau mál sem hæst bera nú um stundir.
Þá gildir einu hvort fólk vill ræða um aðildarumsókn að ESB, upptöku Evru, breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu, landsdómsmálið eða niðurskurð í heilbrigðismálum á landsbyggðinni. Allir er hvattir til að mæta og ræða þau mál sem brenna á þeim.
1.2.2012 | 22:22
Af öllu og engu
Í kosningabaráttunni fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar fékk framkvæmdastjóri Umf. Sindra ákúrur frá formanninum fyrir það að blanda málefnum ungmennafélagsins saman við bæjarmálin.
Af einhverjum ástæðum virðist þessi ágæta regla formannsins ekki eiga við í dag - tæpum tveimur árum eftir kosningar. Nýlegar dagbókarfærslur formannsins - og bæjarfulltrúans - eru til marks um þessi breyttu viðhorf.
Ef við göngum út frá því að sömu reglur eigi að gilda fyrir alla - formenn og framkvæmdastjóra - þá vaknar spurningin hvað hafi breyst frá því að menn tókust á í aðdraganda bæjarstjórnarkosninga fyrir tæpum tveimur árum?
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Af mbl.is
Erlent
- ESB bannar notkun á BPA í umbúðum um matvæli
- Níu handteknir vegna brunans á skíðahótelinu
- Trump myndi hugnast kaup Musks á TikTok
- Hafa til klukkan 17 til að senda starfsmenn í leyfi
- Heita því að tryggja þjóðaröryggi sitt
- Sakar biskupinn um viðurstyggilegan tón
- Fjórir særðir eftir stunguárás í Tel Aviv