Leita í fréttum mbl.is

Klárum málin – forgangsverkefnin í atvinnu – og efnahagsmálum

Opinn fundur með þingmönnum Samfylkingarinnar, Björgvini G. Sigurðssyni og Róberti Marshall verður haldinn á Hornafirði mánudaginn 6. febrúar kl. 20:00, nánar tiltekið á Kaffi Horninu.

Þar munu þingmennirnir verða með stutta framsögu, taka þátt í umræðum og svara fyrirspurnum fundarmanna um forgangsverkefnin í atvinnu – og efnahagsmálum þjóðarinnar.

Allir sem hafa áhuga málefnum líðandi stundar i stjórnmálunum er hvattir til að mæta og eiga orðastað við þingmennina. Þrátt fyrir að fundurinn sé tileinkaður forgangsverkefnunum í atvinnu – og efnahagsmálum þá er að sjálfsögðu hægt að nýta sér fundinn  til þess að spyrja þingmennina út í öll þau mál sem hæst bera nú um stundir.

Þá gildir einu hvort fólk vill ræða um aðildarumsókn að ESB, upptöku Evru, breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu, landsdómsmálið eða niðurskurð í heilbrigðismálum á landsbyggðinni. Allir er hvattir til að mæta og ræða þau mál sem brenna á þeim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband