Leita í fréttum mbl.is

Pólitískar áherslur ollu hruninu

Það er alveg sama með hvaða gleraugum ég les grein Evu Joly; ég fæ ekki séð að þar sé nein sérstök ádeila á núverandi ríkisstjórn vegna Icesave - málsins svokallaða eða ákall um að hafna þeim samningi sem núna liggur á borðinu. Margir vilja líta svo á að greinin sýni fyrst og fremst fram á linkind stjórnvalda í garð "kvalara" okkar - Breta, Hollendinga, ESB og AGS  - en það fæ ég alls ekki séð.

Reyndar finnst mér hún aðallega færa rök fyrir því að þær pólitísku áherslur, sem hafa mótað okkar samfélag og hinna ríkjanna og stofnanir þeirra á síðustu árum og áratugum, hafi stuðlað að alþjóðlegu fjármálakreppunni og haft mest um afdrif Íslands að segja.

Stjórnmálaöflin, sem höfðu þessar pólitísku áherslur að leiðarljósi, lögðu grunninn að hinum frjálsa, óhefta og eftirlitslausa markaðsbúskap sem skapaði hinar erfiðu og fordæmislausu aðstæður í íslensku efnahagslífi svo vitnað sé í þekkt orð. Það voru s.s. rangar pólitískar áherslur - hægri sinnaðar - sem komu Íslandi á vonarvöl, að mati Joly. Enda var Ísland holdgervingur samfélags óhefts markaðsfrelsis, svo vitnað sé beint í greinina.

Rétt er að taka undir þau sjónarmið að óheft markaðsfrelsi, gallað regluverk ESB og annarra, ofsatrúin á markaðaslausnir og græðgisvæðing hafi átt stóran þátt í að koma alþjóðlegum fjármálamörkuðum í mikinn vanda. Sömu undirliggjandi ástæður eru fyrir hruninu á Íslandi. En ekki má heldur gleyma stórkostlegum afglöpum þáverandi stjórnvalda við einkavæðingu ríkisbankanna á sínum tíma og e.t.v. mun það mál koma inn á borð sérstaks saksóknara - ef ekki þá a.m.k. inn á borð rannsóknarnefndar Alþingis.

Nokkur orð um Icesave og sátt við almenning

Enginn vill borga Icesave reikningana enda erfitt að skilja það að almenningur eigi að bera ábyrgð á gölluðu regluverki um fjármálastarfsemi og glæfraspili nokkurra útrásarvíkinga, sem fengu banka úthlutað frá stjórnvöldum til þess að leika sér með - oftast í eigin þágu. En skuldirnar lenda síðan á skattgreiðendum. Engin sanngirni er í þessu og um það eru allir sammála.

En lausn þessarar ömurlegu deilu er - hvort sem okkur líkar betur eða verr - forsenda sáttar við alþjóðasamfélagið og í samstarfi við alþjóðasamfélagið náum við fyrr tökum á efnahagsvandanum en ella. Þess vegna er brýnt að Alþingi ljúki sem fyrst umfjöllun sinni um Icesave samningana svo við getum sem fyrst fengið fjármagn inn í landið og komið hjólunum undir atvinnulífið á nýjan leik.

En af því að tapið af bankahruninu lendir á almenningi - skattgreiðendum - þá er eðlilegt að mikillar reiði gæti í samfélaginu. Stjórnvöld verða að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að leita sátta við almenning - vegna þess að við öxlum byrðarnar. Sú sátt felst m.a. í umfangsmikilli, öflugri og óháðri rannsókn á öllum þáttum hrunsins, þar sem hverjum steini er velt við. Þar leikur umræddur greinarhöfundur stórt hlutverk sem ráðgjafi sérstaks saksóknara. Ef einhverjir af aðalleikendunum á hinu stóra fjármálasviði hafa gerst brotlegir við lög er gríðarlega mikilvægt að stjórnvöld leiti allra leiða svo réttlætið nái fram að ganga. Að öðrum kosti verður ekki sátt í samfélaginu. 

Eftirleikur hinnar alþjóðlegu fjármálakrísu og íslenska bankahrunsins hefur sannað að það er almenningur sem ber hina endanlegu ábyrgð á fjármálakerfinu. Það eru veigamestu rökin fyrir nauðsynlegri og tímabærri endurskoðun og endurmótun laga - og regluverks fyrir fjármálstarfsemina. Þetta finnst mér vera aðalaboðskapurinn í grein Joly en mér finnst margir, sem hafa verið viljugir að túlka greinina, - einkum út frá Icesave málin - hafa svolítið horft framhjá þessum meginboðskap greinarinnar í örvæntingarfullri leit sinni að rökum gegn Icesave samningunum.  

Nú verður að sníða fjármálakerfinu þannig stakk að einstakir fjármálaspekúlantar - útrásarvíkingar - geti ekki leikið sér á markaðnum með óábyrgum hætti en almenningur sé síðan látinn sitja uppi með tapið. Það verður að búa til regluverk sem verndar almannahag en ekki sérhagsmuni fjárglæframannanna. Vonandi tekst Joly að afla skoðunum sínum fylgis á Evrópuþinginu sem og á þjóðþingum aðildarþjóðanna.  

Ef eitthvert ákalla er í greininni - eða brýning - þá felst það í kröfunni um breyttar pólitískar áherslur - vinstri sinnaðar áherslur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

Ef þetta er samningur þá er það sem náunginn tekur ófrjálsri hendi samningur án nokkurrar refjar svo mikið er víst.

Jón Sveinsson, 3.8.2009 kl. 21:56

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Árni Rúnar - það væri fróðlegt að fá að vita hvað þið Samfylkingarmenn vitið um ICESAVE og ESB sem við hin vitum ekki..... Af einhverjum ástæðum, sem okkur hinum er hulin, þá sjáið þið í þessu það mikla kosti að þið virðist meðtaka þetta algjörlega gagnrýnislaust.

Ég þekki fullt af ágætu Samfylkingarfólki sem ég hef talsverðar mætur á, en ég bara skil ekki þessa gagnrýnislausu "robotlíku" afstöðu ykkar. Þetta hlýtur að vera áhugavert félagsfræðilegt verkefni.... Verst ef þeir sem stjórna Félagsvísindadeildinni eru í Samfylkingunni, og því e.t.v. ekki alveg hlutlausir....!

Ómar Bjarki Smárason, 3.8.2009 kl. 22:19

3 identicon

Ég er sammála þér nafni að það væri verðugt félagslegt verkefni að reyna að botna í Samfylkingunni jafn mikið rugl og þar er í gangi. Ég botnaði til dæmis ekkert í því af hverju Ingibjörg Sólrún mærði Kaupþing og Baug í hástert í Borgarnesræðunni og sagði Davíð leggja þessi fyrirtæki í einelti. Svo skildi ég þetta þegar upp komst að þessi fyrirtæki höfðu stutt Samfylkinguna um tug miljónir, sem nú falla á almenning. Það skildi þó aldrei vera sama upp á teningnum með E.S.B. Það skyldi þó ekki koma á daginn að þeir hafi laumað nokkrum tugum miljóna inn á reikning Samfylkingarinnar. Ekki kæmi mér það á óvart. Mér sýnist allt þar á bæ falt.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 01:41

4 Smámynd: Einar Þór Strand

Sæll ef þú sérð ekki almenna ádeilu á stjórnmálamenn íslenska og erlenda og einnig fyrrverandi og núverandi ríkisstjórn (samfylkingin var í báðum) í greininni þá ertu einfaldlega blindaður af því að þú ert í samfylkingunni.  Það má líka segja að þegar samfylkingin ákvað að verja Baug og fl eftir að Davíð fór að sjá delluna sem hann var búinn að standa fyrir þá gerðist hún gerandi í aðdraganda hrunsins og núna er ég ekkert að verja Davíð og sjallana heldur bara að benda á þá staðreynd að þegar átti að reyna að gera eitthvað í málunum þá var það samfylkingin sem vann gegn því og skiptir þar ekki máli hvort það var bara til að sparka í Davíð eða hvort það var vegna fjárhagslegra tengsla þá var það slæmt.  Það var líka skrítið í aðdraganda síðustu kosninga að þegar það kom upp að samfylkingin hafði fengið risa styrki (skiptir ekki máli þó sjallarnir hafi verið tæplega 2x hærri) hjá Baug og fl þá datt umræðan niður í Baugsmiðlunum og RUV, getur það talist eðlileg fréttamennska?

Eva var vissulega að biðja um vinstri sveiflu en ekki íslenska spillingarflokka hvorki vinstri, hægri né miðju, það eitt er víst að stjórnmálaflokkar á Íslandi ættu að flokkast sem skipulögð glæpastarfsemi.

Einar Þór Strand, 4.8.2009 kl. 03:42

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Eva Joly segir að Íslendingar geti ekki borgað.Og þegar komi að skuldadögunum þá neyðist íslendingar til að afhenda auðlindir sýnar gangi samningurinn eftir.Ég fæ ekki séð að þú Árni né Samfylkingin hafi hrakið nein rök hennar.Stórmennskurugl Samfylkingarinnar að við göngum með seðlabúnt í rassvasanum og eigum í engum erfiðleikum með að borga byggist á því að fjárglæframenn sem vilja teyma íslendinga inn í ESB, eru innstu koppar í búri í Samfylkingarinnar.Það gengur ekki að landsbyggðin sé að greiða fyrir fjárglæframenn í 101 R.vík.Maður líttu þér nær.  

Sigurgeir Jónsson, 4.8.2009 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband