6.12.2006 | 13:04
Uppröðun á framboðslista og trúverðug Samfylking
Í Alþingiskosningum í vor er mikilvægt að vel takist til hjá Samfylkingunni þannig að ríkisstjórnin falli. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir Samfylkinguna að starfa í ríkisstjórn að loknum kosningum. Ef ríkisstjórnin fellur sem allt bendir til þessa dagana þá er það skylda stjórnarandstöðuflokkanna að setjast niður og ræða saman um hugsanlega stjórnarmyndun.
Verðum að ganga í takt
Til þess að Samfylkingunni geti gengið vel í vor er mikilvægt að menn fari að stilla saman strengi og snúi bökum saman. Við verðum að standa þétt við bakið á formanninum og treysta honum fyrir stjórn flokksins. Ekki er hægt að sætta sig við það að innanbúðardeilur dragi okkur niður á kosningavetri. Þar ber þingflokkurinn mikla ábyrgð. Hann verður að ganga á undan með góðu fordæmi og draga okkur ekki niður út af deilum sem engu máli skipta þegar á heildina er litið. Fýluhundar út af prófkjörum, formannskosningum eða öðrum smáatriðum eiga ekkert erindi í okkar ágæta flokk. Við höfum ekkert við slíkt fólk að gera á ögurstundu.
Ég treysti okkar glæsilega formanni, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur fyllilega til þess að mynda þannig heild og liðsanda í Samfylkingunni fyrir kosningarnar í vor að kjósendur munu treysta okkur fyrir landsstjórninni. Til þess að Samfylkingin geti orðið trúverðugur kostur verður þingflokkurinn að standa sína vakt og hlaupa ekki undan merkjum þegar erfið mál koma upp. Þar á ég við mál sem geta, t.d. valdið reiði á einstökum svæðum á landinu eða hjá einstökum hópum. Ekki gengur að Samfylkingin hafi eina stefnu á Hornafirði, aðra á Selfossi, enn aðra á Reyðarfirði, eina til auka á Vestfjörðum og svo eina til viðbótar í höfuðborginni. Jafnt verður yfir alla að ganga. Þannig sköpum við trúverðugan flokk sem getur unnið stóran sigur í vor.
Því þegar öllu er á botninn hvolft eru það grundvallarstef jafnaðarmennskunnar sem sameina okkur og það eru þau stef sem eiga vera ríkjandi í næstu ríkisstjórn. Það verður bara gert með sterkri hlutdeild Samfylkingarinnar.
Núna eru stjórnir kjördæmisráða og uppstillinganefndir innan Samfylkingarinnar að ráða ráðum sínum með endanlega uppstillingu á framboðslista í hverju kjördæmi fyrir sig. Ég hygg að Samfylkingin í Suðvesturkjördæmi hafi verið fyrst til þess að birta endanlegan lista. Fljótlega fylgja önnur kjördæmi í kjölfarið.
Samfylkingin í Suðurkjördæmi
Samfylkingin í Suðurkjördæmi hyggst birta sinn lista næsta sunnudag, þ.e. 10. desember á kjördæmisþingi. Til stendur að halda kjördæmisþingið í öðrum enda þessa stóra kjördæmis eða í Reykjanesbæ. Svo fólk geti gert sér grein fyrir stærð kjördæmisins þarf Samfylkingarfólk á Hornafirði að keyra samtals 1.200 km. til þess að vera viðstatt. En við teljum það ekki eftir okkur. Ef menn ætla á annað borð að vera þáttakendur í þessu gríðastóra kjördæmi okkar er mikilvægt að menn séu tilbúnir til þess að ferðast um langar vegalengdir.
En þar sem um gríðarstórt kjördæmi er að ræða tel ég mikilvægt að við endanlega uppröðun á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi verði gætt sannmælis og réttlætis gagnvart öllu kjördæminu. Ég tel t.d. mjög mikilvægt að uppstillingarnefnd taki tillit til beggja jaðarsvæða kjördæmisins.
Einnig er að mínu mati mikilvægt að taka tillit þess mikla starfs sem Samfylkingin á Hornafirði er búin að vinna á undanförnum árum. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum buðum við fram undir merkjum Samfylkingarinnar og unnum glæsilegan sigur. Að loknum kosningum var Hornafjörður annað tveggja sveitarfélaga í kjördæminu þar sem Samfylkingin er þátttakandi í meirihlutasamstarfi. Að vísu hefur Árborg bæst í hópinn síðan þá.
Við Samfylkingarfólk á Hornafirði teljum okkur því eiga drjúgan þátt í uppbyggingu flokksins í kjördæminu.
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.