Leita í fréttum mbl.is

Göng undir Lónsheiði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum í dag eftirfarandi bókun sem Björn Ingi Jónsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagði fram:

Bæjarráð Hornafjarðar vill beina þeim tilmælum til samgönguráðherra og samgöngunefndar Alþingis að í stað þess að ætla 200 milljónir króna til lagfæringar á veginum um Hvalnes- og Þvottárskriður, eins og nú er áætlað í Samgönguáætlun, þá verði þeir fjármunir notaðir til að hefja undirbúning á gerð jarðgangna undir Lónsheiði. Þjóðvegur 1 um skriðurnar er stórvarasamur og öllum ljóst að ekki er um framtíðarvegstæði að ræða  með öllu því grjóthruni og skriðuföllum sem þar eru. Einnig er Hvaldalur  þekkt veðravíti. Mikilvægt er að sem fyrst verði unnið að framtíðarlausn á þessum vegkafla.

Í þau skipti sem Íhaldið leggur fram góð og mikilvæg mál með málefnalegum hætti líkt og gert var í dag er sjálfsagt og eðlilegt að styðja við bakið á þeim málum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband