Leita í fréttum mbl.is

Tvöföldum Suðurlandsveg

Eitt af forgangsverkefnum næstu ríkisstjórnar í samgöngumálum hlýtur að vera tvöföldun Suðurlandsvegar. Sú umferð sem þar fer um á hverjum degi er svo gríðarlega mikil að hún beinlínis æpir á að vegurinn verði tvöfaldaður. Öll rök hníga að því.

Út frá öryggissjónarmiðum á að tvöfalda Suðurlandsveg. Fjöldi sunnlendinga keyrir um þennan veg á hverjum degi til og frá vinnu. Við viljum líta svo á að atvinnusvæði Reykavíkursvæðisins nái yfir Hellisheiðina en til þess að viðhalda því þurfa samgöngur að vera í lagi og öruggar fyrir alla sem þar fara um. Eina raunhæfa leiðin til þess er að tvöfalda Suðurlandsveginn.

Gleymum því ekki að hér erum við að tala um þjóðveg 1 og stærsur hluti Íslendinga keyrir um þennan veg á hverju ári. Það verður að gera þennan veg boðlegan út frá öryggissjónarmiðum. Það þýðir ekkert að hafa þetta þannig að fólk óttist um líf sitt í hvert sinn það keyrir þessa leið.

Eyþór Arnalds hefur ásamt fleiri góðum sveitarstjórnarmönnum og þingmönnum komið þessari skoðun rækilega á framfæri og því ber að fagna. Það er svo vonandi að stjórnvöld fari að átta sig á mikilvægi þessarar framkvæmdar og fari að láta verkin tala.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband