1.10.2008 | 22:44
Þarfur þjónn en vondur herra
Það er hrikalegt að fylgjast með átökunum í kringum Glitni þessa dagana. Af umræðum Agnesar Bragadóttur og Sigurðar G. Guðjónssonarí Íslandi í dag og viðtalinu við Þorstein M. Baldvinsson í Kastljósi í gær má draga þá ályktun að ýmislegt á enn eftir að ganga á áður en rykið sest.
Á meðan er krónan enn við sama heygarðshornið - hún fellur og fellur. Ósköp væri nú gott ef einhver gæti sagt okkur fyrir víst hvenær botninum væri náð. Það myndi a.m.k. minnka óvissuna hjá almenningi í landinu. Hvað getur hún eiginlega fallið mikið? Maður heldur alltaf einhvern veginn að botininum hljóti að vera náð en nýr dagur afsannar það iðulega. Það er vond tilfinning að þetta geti bara haldið svona áfram endalaust.
Þegar Bandaríkjaþing felldi tillöguna um björgunaráætlunina fyrir fjármálageirann á mánudag þrátt fyrir stuðning forystumanna flokkanna í þinginu þá kviknaði sú tilfinning að um óviðráðanlegt ástand væri að ræða. Þegar þessi spilaborg byrjar að hrynja þá virðast stjórnvöld lítið geta gert til þess að koma í veg fyrir hrunið.
Lærdómurinn af þessari atburðarrás hlýtur að vera sá að nauðsynlegt sé að bæta og efla regluverkið í kringum fjármálamarkaði heimsins. Markaðurinn virðist eiga mjög erfitt með klóra sig út úr vanda sem þessum. Það sýna björgunaraðgerðir fjölmargra ríkja. Almenningur í þeim ríkjum hlýtur að eiga kröfu til þess að fjármálamarkaðurinn starfi eftir skýrum og gegnsæjum reglum ef það lendir á almenningi að koma fjármálafyrirtækjunum til aðstoðar þegar illa árar.
Markaðurinn er þarfur þjónn en vondur herra. Þessi orð eiga - eins og alltaf - mjög vel við núna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.