Leita í fréttum mbl.is

Atvinnumál

Á síðasta fundi bæjarráðs var fjallað atvinnumál í sveitarfélaginu. Töluverð umræða hefur verið undanfarið um svokölluð gagnaver sem hugsanlegum kosti í atvinnuuppbyggingu víðs vegar um landið. Við ræddum t.a.m. þessi mál á fundi okkar með Össuri Skarphéðinssyni á fundi okkar með honum síðastliðið vor.

Bæjarráðsmenn voru sammála um að aðstæður hér væru á margan hátt ákjósanlegar fyrir slíka starfsemi. Nægilegt landrými er fyrir hendi auk þess sem svæðið sé utan jarðaskjálftasvæða á landinu. Við töldum því allt kalla á það að þessi mál yrðu skoðuð ofan í kjölinn til þess að hægt sé að ganga úr skugga um það hvort hér sé um raunhæfan möguleika að ræða. Þess vegna samþykkti bæjarráð að fela bæjarstjóra að óska eftir því við starfsstöð Nýsköpunarmiðstöðvar á Höfn að hún ynni fyrir okkur skýrslu um kosti þess að koma upp slíkri starfsemi í sveitarfélaginu. Það er mikilvægt fyrir okkur að greina möguleikana í slíku verkefni sem og hagkvæmni þess.

Hvað sem öðru líður þá er mikilvægt fyrir okkur að vera vakandi fyrir öllum mögulegum atvinnufærum og þessi vinna er liður í því.

Einnig kom fram á fundinum að skýrsla Nýskpöpunarmiðstöðvar um mögulegan vatnsútflutning úr sveitarfélaginu er væntanleg á næstu vikum. Það verður spennandi sjá hvaða möguleika Nýsköpunarmiðstöð sér fyrir Sveitarfélagið Hornafjörð í tengslum við vatnsútflutning. Það er því kjörið að fá Nýsköpunarmiðstöð til þess að vinna athugun á gagnaverum þegar hún hefur lokið vinnu sinni vegna vatnsútflutningsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband