20.8.2008 | 00:22
Kæra dagbók
Fjórðu meirihlutaskiptin í borginni hafa auðvitað verið fyrirferðarmest í fréttum undanfarna daga. Mikið er fólk orðið leitt á þessum eilífu uppákomum í borgarstjórn og því stefnuleysi sem þar ríkir nú um stundir. Þessar farsakenndu uppákomur, sem algjörlega eru á ábyrgð borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, hafa nú tekið á sig enn ótrúlegri mynd. Borgarfulltrúar Íhaldsins hafa nú ákveðið að slíta meirihlutasamstarfi sem þeir lögðu mikið á sig til að koma á koppinn. Settu m.a. borgarstjórastólinn á uppboð til þess að sprengja samstarf Tjarnarkvartettsins. Þetta voru borgarfulltrúarnir tilbúnir að gera í janúar en núna 6 mánuðum síðar hafa þeir komist að því að þetta samstarf, sem þeir stofnuðu til með svo ærnum tilkostnaði, hafi verið komið á endastöð.
Það var rétt mat hjá Degi B. Eggertssyni og Svandísi Svavarsdóttur að stofna ekki til meirihlutasamstarfs með Sjálfstæðismönnum enda hefur borgarstjórnarflokkur þeirra - sérstaklega vegna innbyrðis deilna, sem komu upp á yfirborðið í Rei málinu - sýnt fram á það að hann er ekki stjórntækur. Það væri því ábyrgðarhlutur að stofna til meirihlutasamstarfs með slíkum flokki. Framsókn reyndist nógu örvæntingarfull, vegna nálægðar við núllpunktinn í skoðanakönnunum í Reykjavík, til þess að taka tilboði Íhaldsins. Það voru vonbrigði en kannski að einhverju leyti skiljanlegt í ljósi stöðunnar hjá flokknum í borginni.
Síðustu daga hefur einnig töluvert verið rætt um dagbækur fyrrum Moggaritstjórans, Matthíasar Johannessen. Þar opinberar hann trúnaðarsamtöl sín við ýmsa þekkta einstaklinga. Þessar uppljóstranir ritstjórans fyrrverandi hljóta að verða til þess að menn hugsa sig tvisvar um áður en þeir spjalla við einhvern af ritstjórn Morgunblaðsins þó það sé gert í trúnaði ef vera skyldi að sá héldi dagbók. Ég vona að Styrmir hafi ekki haldið dagbók og ef svo er að þá þyki honum vænna um almenning en svo að hann fari að deila henni með okkur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:28 | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.