22.4.2008 | 14:42
Fjölskyldumálin
Í kosningabaráttunni fyrir sveitarstjórnarkosningarnar lagði Samfylkingin á Hornafirði mikla áherslu á fjölskyldumálin. Þau eru hverju samfélagi mikilvæg. Til þess að við getum verið samkeppnishæf er mikilvægt að við getum boðið upp eftirsóknarverðar aðstæður fyrir fjölskyldufólk. Þess vegna lögðum við áherslu á þessi mál í okkar kosningabaráttu.
En það er ekki síður mikilvægur hluti af stefnu jafnaðarmanna að leitast við bæta aðstæður fjölskyldnanna almennt og reyna að lækka álögur á þeim eins og mögulegt er. Allir eiga að geta tekið þátt í þeim verkefnum, skemmtunum og frístundum sem samfélagið hefur upp á að bjóða hverju sinni óháð efnahag. Auðvitað geta ekki allir tekið þátt í öllu en við teljum að stefna sveitarfélagsins eigi að stuðla að því að allir geti tekið þátt í einhverju. Það er vont til þess að hugsa að einhver börn og unglingar geti ekki teikið þátt í skipulögðu æskulýðs - og tómstundastarfi af fjárhagslegum ástæðum. Sveitarfélagið verður að leitast við að koma í veg fyrir að slíkt geti átt sér stað.
Í kosningunum ræddum við sérstaklega um leikskólann og íþrótta - og tómstundastarf barna og unglinga. Fyrst allra framboða, töluðum við um nauðsyn þess að skoðaðar verði leiðir til þess að lækka kostnað fjölskyldna við þátttöku barna og unglinga í æskulýðs - og tómstundastarfi. Við ræddum einnig nauðsyn þess að skoða leikskólagjöldin sérstaklega, þannig að reynt yrði að lækka þann lið í útgjöldum fjölskyldna.
Það er ekki síst vegna þessara áherslna að nú er að störfum stýrihópur, sem bæjarstjórn skipaði, um mótun fjölskyldustefnu undir forystu Samfylkingarinnar. Matthildur Ásmundardóttir leiðir starf hópsins. Með henni í hópnum sitja Elín Magnúsdóttir og Gauti Árnason.
Þessar áherslur og hugmyndir, sem ég hef hér gert að umtalsefni, eru til skoðunar hjá stýrihópnum auk fjölda annarra atriða. Það er bráðnauðsynlegt fyrir sveitarfélag eins og Hornafjörð að vera alltaf vakandi fyrir því hvar skóinn kreppir í þessum málum og vera alltaf tilbúið til þess að leita leiða til þess að sveitarfélagið verði ennþá vænlegri staður fyrir fjölskyldur til að búa á.
Ég segi vænlegri vegna þess að það var eitt af því sem allir voru sammála um í kosningabaráttunni og eru væntanlega ennþá sammála um, en það er að Hornafjörður er mjög fjölskylduvænn staður. Við eigum bara að leita leiða til þess að gera hann fjölskylduvænni. Það er trú mín að tillögur stýrihópsins munu stuðla að því.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:45 | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.