17.4.2008 | 10:05
Þjónustusamningur við Heilbrigðisráðuneytið
Á síðasta bæjarráðsfundi var ánægjulegt að heyra það að fundur bæjarstjóra með fulltrúum heilbrigðisráðueytisins í upphafi vikunnar hafi verið jákvæður og gagnlegur. Nú túlkum við stöðuna í fyrsta sinn í langan tíma þannig að við sjáum til lands í þessu máli, sem þrefað hefur verið um í meira en ár. Formlegar viðræður við ráðuneytið hófust í október 2006. Þá lögðum við fram okkar samningsmarkmið. Segja má að þetta tímabil hafi einkennst af mikilli bið. Á þessu tímabili höfum við þurft að bíða og bíða eftir svörum, fyrst úr heilbrigðisráðuneytinu og síðan úr fjármálaráðuneytinu. Þess vegna er ánægjulegt að sjá að það hyllir loksins undir lausn í þessu mikilvæga máli.
Í upphafi apríl fundum við að skriður komst á málið, eftir að bæjarstjórn og heilbrgiðis - og öldrunarráð Hornafjarðar hélt málþing um heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni, hér á Hornafirði. Því miður sá heilbrigðisráðherra sér ekki fært að mæta á þingið en Ásta Möller, formaður heilbrigðisnefndar Alþingis mætti og flutti ræðu ráðherra. Þá fengum við tækifæri til þess að kynna henni okkar mál og þann árangur sem náðst hefur á samningstímanum. Sama dag og málþingið var haldið, lagði Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, fyrirspurn fyrir heilbrigðisráðherra, um stöðu mála í samningaviðræðum við Hornfirðinga. Í svari ráðherra kom fram að ráðuneytið myndi funda með forsvarsmönnum sveitarfélagsins fljótlega og að verið væri að vinna að lausn málsins í ráðuneytinu.
Sá fundur hefur nú verið haldinn og ljóst er að sá fundur gefur okkur tilefni til meiri bjarsýni en áður. Nú er mikilvægt að vinna hratt og örugglega að lausn málsins þannig að hægt sé að fara að huga að framtíðarstefnumótun heilbrigðis - og öldrunarþjónustunnar í sveitarfélaginu af meiri krafti og festu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.