Leita í fréttum mbl.is

Málþing og landsþing

Síðustu dagar og vikur hafa verið mjög erilsamar. Síðastliðinn fimmtudag gekkst bæjarstjórn, í samvinnu við Heilbrigðis - og öldrunarráð Hornafjarðar, fyrir málþingi um heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Skemmst er frá því að segja að málþingið heppnaðist afar vel og komu margir góðir gestir á þingið. Mörg góð erindi voru flutt og umræður urðu mjög góðar og málefnalegar. Greinilegt var á öllum umræðum að málefnið er brýnt og mönnum lá mikið á hjarta. Það kom mér eiginlega mest á óvart, hversu mikil þörfin fyrir málþingi eins og þessu var. Bæjaryfirvöldum var hrósað mjög mikið fyrir frumkvæði sitt í þessum málum af gestum málþingsins sem töldu þetta mjög þarft framtak. Það er líka gleðilegt að fjölmiðlar hafa tekð þessi málefni upp og hafið ákveðna umræðu. Ríkisútvarpið gerði málþinginu og málefnum þess ágæt skil hér, hér og hér. Fréttablaðið hefur einnig sýnt málinu áhuga og ætlar sér að vera með greinarflokk um málið. T.a.m. rataði málefnið inn á forsíðu Fréttablaðsins á mánudaginn. Einnig er viðtalHjalta Þór Vignisson, bæjarstjóra, inni á Vísi í dag.

Það er ljóst af þessum fréttaflutningi að bæjarstjórn hefur hér hreyft við mjög brýnu máli sem vert er að ræða. Málefnið er okkur, sem sitjum í bæjarstjórn Hornafjarðar, auðvitað mjög hugleikið vegna þess að sveitarfélagið hefur borið ábyrgð á rekstri og þjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands í gegnum þjónustusamning frá 2002 en fyrst í gegnum reynslusveitarfélagsverkefni frá 1996. Síðasti samningur rann út um áramótin 06 - 07 og samningaviðræður hafa verið í gangi síðan í október 2006, sem er auðvitað alltof langur tími. ´

Í fyrirspurn, sem Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, lagði fyrir heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma síðastliðinn fimmtudag á Alþingi kom fram að ráðherra vænti þess að samningsgerðinni myndi ljúka fljótlega. Við höfðum auðvitað vonast til þess að hitta ráðherra í tengslum við málþingið hér fyrir austan en úr því varð ekki þar sem ráðherra átti ekki heimangengt þennan dag. En í svari hans við fyrispurn Lúðvíks, sem lögð var fyrir hann sama dag og málþingið var haldið, kemur fram að hann muni eiga fund með forsvarsmönnum sveitarfélagsins í þessari viku. Nú er bara að vona að af því geti orðið svo hægt sé að ljúka þjónustusamningnum sem allra fyrst í samræmi við orð hans á Alþingi á fimmtudaginn.

Að loknu þinginu var ferðinni heitið á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldið var í Reykjvaík. Þar var ánægjulegtu að heyra að Sambandið stefnir að því, í samvinnu við Samgönuráðuneytið og Iðnaðarráðuneytið að halda byggðaráðstefnu á Hornafirði næsta haust.

Að öðru leyti var umræðan um verkaskiptinguna á milli ríkis og sveitarfélaga fyrirferðarmest á landsþinginu að venju. Lítið virðist þokast í þeim efnum en segja má að dropinn holi steininn í þeim málum sem öðrum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband