Leita í fréttum mbl.is

Ríkisstjórn jafnaðarmanna

Greinilegt er af fréttum dagsins að dæma að jafnaðarmenn eru sestir í ríkisstjórn. Í dag kynnti ríkisstjórnin mjög þörf og brýn skref í þá átt að styrkja stöðu aldraðra og öryrkja. Ég var sérstkaklega ánægður með að sjá að afnumið verði hið niðurlægjandi ákvæði að skerða tryggingabætur aldraðra og öryrkja vegna tekna maka.

Hér er að mínu mati verið að stíga mikil framfaraspor í íslensku samfélagi. Eftir áratuga stöðnun í málefnum þessara hópa er komin ríkisstjórn sem tilbúin er að taka á þessum málum. Þetta eru mál sem Samfylkingin lagði gríðarlega mikla áherslu á í kosningabaráttunni síðastliðið vor. Þess vegna er það mjög ánægjulegt að ríkisstjórnin skuli kynna þessar áherslur sínar svona snemma á kjörtímabilinu.

Það er greinilegt áherslur jafnaðarmanna hafa orðið ofan í ríkisstjórnarsamstarfinu og er það mjög gleðilegt. Eins og fyrri daginn, þá hefur það sannast að það þarf jafnaðarmenn til þess þess að reka jafnaðarstefnu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband