Leita í fréttum mbl.is

Fjölskyldustefnu hrundið af stað

Á bæjarráðsfundi í dag var til umræðu, ásamt ýmsu öðru, drög að erindisbréfi fyrir stýrihóp sem verður falið að halda utan um vinnu sveitarfélagsins við gerð fjölskyldustefnu.

Eitt helsta markmiðið með gerð stefnunnar er að ná fram heildarsýn og markvissu starfi í málefnum fjölskyldunnar. Það er brýnt mál fyrir sveitarfélag eins og okkar að það sé samkeppnishæft við önnur sveitarfélög í málefnum fjölskyldunnar. Með þessu er átt við að sveitarfélagið leiti ávallt leiða til þess að bjóða fjölskyldum og fjölskyldufólki upp á sem besta þjónustu með eins litlum kostnaði og mögulegt er.

Samfylkingin á Hornafirði var í framboði til sveitarstjórnar undir kjörorðinu sterkara samfélag - allir með, sem var reyndar kjörorð Samfylkingarinnar á landsvísu í þeim kosningum. Verkefni eins og þetta, sem miðar að því að bæta hag fjölskydnanna í sveitarfélaginu og að gera samfélagið eins fjölskylduvænt og mögulegt er ríma svo sannarlega vel við slagorð okkar frá því í kosningabaráttunni.

Vinna við slíka stefnumótun er líka kjörið tækifæri til þess að greina stöðuna eins og hún er í sveitarfélaginu. Þá fáum við tækifæri til þess að sjá hvað er vel gert og hvar tækifærin til framfara liggja.

Hluti af starfi stýrihópsins verður væntanlega að greina kostnað fjölskyldna vegna leikskólagöngu, tónlistarnáms, lengdrar viðveru og iðkendagjalda í æskulýðs - og íþróttastarfi. Hérna er mikilvægt að gerður verði samanburður við önnur sveitarfélög og okkar staða könnuð með tilliti til stöðunnar hjá öðrum sveitarfélögum. Einnig verður það í verkahring stýrihópsins að kanna sérstaklega kosti systkinaafslátta og kosti þess að taka upp frístundakort.

Þetta var mál Samfylkingin á Hornafirði lagði mikla áherslu á að yrðu skoðuð á þessu kjörtímabili í kosningabaráttunni. Það er sannarlega gleðilegt að hreyfing er komin á málin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband