20.11.2007 | 22:12
Lífleg pólitísk vika og hressandi Herðubreið
Óhætt er að segja að líf og fjör hafi verið í pólitíkinni í síðustu viku. Segja má að fréttir frá Hornafirði um veg yfir fljótin og væntingar okkar til Vatnajökulsþjóðgarð hafið verið í öðrum hverjum fréttatíma Ríkisútvarps og sjónvarps. Það er nú ekki í hverri viku sem okkar ágæta byggðarlag fær svo góða og mikla fjölmiðlaumfjöllun.
Þjóðgarðsmál
Auðvitað eru skiptar skoðanir um ýmislegt varðandi uppbyggingu þjóðgarðsins enda annað óeðlilegt þegar um svo stórt og mikilvægt verkefni er að ræða. Gott er til þess að vita að svo margt fólk, eins og raun ber vitni, ber hag þjóðgarðsins fyrir brjósti.
Menn hafa deilt á okkur vegna umfjöllunar okkar um staðsetningu yfirstjórnar þjóðgarðsins og þótt framganga okkar í þeim málum of einstrengingsleg. Það þykir mér furðuleg afstaða. Allt frá því að hugmyndir um Vatnajökulsþjóðgarð kviknuðu hafa Hornfirðingar sýnt málinu mikinn áhuga og hafa alla tíð lagt mikið af mörkum til þess að Vatnajökulsþjóðgarður yrði að veruleika. Nægir þar að nefna uppbyggingu metnaðarfullrar jöklasýningar sem staðsett er á Höfn. Frá fyrstu tíð hefur sveitarstjórnarfólk hér talað um að höfuðstöðvar þjóðgarðsins risu í sveitarfélaginu. Við höfum litið á þetta verkefni sem einn helsta aflvakann atvinnu - og byggðaþróun svæðisins og þess vegna leggjum við svona mikla áherslu á það að framkvæmdastjórinn eða yfirstjórnin verði staðsett á Hornafirði, í Ríki Vatnajökuls.
Svo hafa aðrir gagnrýnt okkur vegna staðarvalsins fyrir gestastofu þjóðgarðsins sem fyrirhugað er að reisa í sveitarfélaginu, t.a.m. Gunnlaugur B. Ólafsson frá Stafafelli í Lóni. Hann telur að fyrirhuguð gestastofa hefði átt að rísa við Stafafell.
Þessu eru svæðisráðið og bæjarráð Hornafjarðar ósammála. Við teljum að sú staðsetning, sem hefur orðið ofan á, við Stekkanes nokkrum km. fyrir utan Höfn samræmist mjög vel þeirri stefnu sem hefur verið mörkuð fyrir þjóðgarðinn. Ég er ekki sammála því að þessi staðsetning hafi orðið ofan á vegna þess að hún hafi eingöngu verið byggð á forsendum sjónarmiða um atvinnuuppbyggingu á kostnað sjónarmiða um náttúruvernd og útivist. Ég tel ekki að möguleikar til atvinnuuppbyggingar á svæðinu útiloki möguleika til náttúruverndar og útivistar. Þvert á móti tel ég að þessi sjónarmið verði að kallast á og umræðan má ekki, að mínu mati, fara í þann farveg að eitt útiloki annað.
Heimsókn ráðherranna
Miðvikudaginn síðastliðinn komu svo ráðherrar samgöngu - og viðskiptamála í heimsókn til okkar. Um það fjallaði ég í síðustu færslu. Þeir, Kristján L. Möller og Björgvin G. Sigurðsson komu og funduðu með bæjarstjórn og byggingar - og skipulagsnefnd annars vegar og með íbúum á opnum fundi um kvöldið hins vegar. Fólk hafði að sjálfsögðu mestar áhyggjur af tillögu Vegagerðarinnar um fara leið 1 yfir Hornafjarðarfljótin. Ráðherrarnir voru fyrst og fremst hingað komnir til þess að hlýða á sjónarmið okkar varðandi þessi vegamál. Eins og flestir ættu að vita eru bæjarstjórn og Vegagerðin ekki ásátt um það hvaða leið eigi að verða fyrir valinu.
Langur bæjarstjórnarfundur
Á fimmtudaginn var síðan langur bæjarstjórnarfundur þar sem tekist var nokkuð hart á um heilbrigðis - og öldrunarmál. Það er s.s. ekki í fyrsta sinn sem það gerist á þessu kjörtímabili. Einu sinni sem oftar snerust deilurnar um formsatriði en ekki efnisatriði og í rauninni er lítill pólitískur ágreiningur um málið. Einhugur var í bæjarstjórn um málefni Vatnajökulsþjóðgarðs og um vegstæði yfir fljótin.
Á fundinum var mér falið að rita Kristjáni L. Möller, samgönguráðherra og Árna M. Mathiesen, fjármálaráðherra og 1. þingmanni Suðurkjördæmis bréf þess efnis að bæjarfélagið skorar á ríkisvaldið að tryggja fjármagn til þess að hægt verði að fara leið 3 yfir Hornafjarðarfljót.
Hressandi Herðubreið
Að lokinni jafn annasamri og stormasamri viku í pólitíkinni var hressandi að sjá stútfulla Herðubreið detta inn um bréfalúguna. Herðubreið er sannkallað jafnaðamannablað undir ritstjórn Karsl Th. Birgissonar sem ég hvet alla til að kynna sér.
Ég byrjaði á því að lesa um fyrsta dag Guðmundar Steingrímssonar á þingi og skemmti mér konunglega. Best þótti mér svar hans til Guðna Ágústssonar, um að allt væri hey í harðindum, þegar Guðni minnti Guðmund á orð afa hans, Hermanns Jónassonar, um að allt væri betra en íhaldið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Athugasemdir
Sæll Árni !
Ég er nú reyndar þannig þenkjandi að ég hefði talið að sá staður sem þessi gestastofa ætti að rísa á væri inni í þjóðgarðinum sjálfum, en ekki utan hans óháð því hvar hún yrði reist. Hvernig væri t.d Þjóðgarðuinn í Skaftafelli ef að þjónustmiðstöðin og gestastofa hans væri á Fagurhólsmýri? Einnig finnst mér vanta mikið í umræðuna um garðinn að þeir aðilar sem eru að leggja land undir garðinn stofni með sér samtök sem gæta þeirra hagsmuna og að þeir ættu fulltrúa í allri ákvarðanatöku sem viðvíkur þessu verkefni. Hef heyrt um bændur sem eiga stórt land og það er gasprað mikið um það hversu dásmalegt það er (sem það er) og einhver af verkefnum Vatnajökulsþjóðgarðs eigi að fara fram þar en ekkrt hefur verið talað við það fólk og þau spurð út í þeirra afstöðu! Svo er líka spurning og Gunnlaugur á Stafafelli hefur margt til síns mál með það, af hverju eiga menn yfir höfuð að vera leggja lönd undir garðinn ef engin ávinningur er fyrir þá af því? Við verðum að láta skynsemina ráða en ekki blessuðu pólitíkina.
Sigfús Már (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 15:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.