10.11.2007 | 19:47
Burt með léttvínsfrumvarpið
Léttvínsfrumvarpið svokallaða er mér ekki að skapi. Það skal ég viðurkenna. Ég sé ekki þörfina eða ástæðurnar fyrir því að gefa sölu á bjór og léttvíni frjálsa. Mér finnst Vínbúðir ÁTVR sinna sínu hlutverki ákaflega vel.
Ég hef t.d. áhyggjur af því að ef salan á léttvíni og bjór verður gefin frjáls þá muni þjónustan við landsbyggðina í þessum málum versna. Vöruúrval og opnunartímar eru nefnilega til fyrirmyndar hjá Vínbúðinni eins og er. Ég hef t.a.m. ekki nokkra trú á því að verslunarmenn muni sjá hag sinn í því að bjóða neytendum sínum upp á þennan fjölbreytileika í vöruúrvali. Þeir munu bara bjóða fólki upp á það sem best selst hverju sinni.
Nú má það vel vera að flutningsmenn léttvínsfrumvarpsins líti svo á að Vínbúðir ÁTVR geti haldið starfi sínu áfram eftir að salan hefur verið gefin frjáls. En sporin hræða í þessum efnum. Það mun ekki líða langur tími þar til frjálhyggjuarmur Sjálfstæðisflokksnins og kaupmenn halda því fram að ríkið eigi ekki taka þátt í þessum rekstri því þá sé ríkið í komið í samkeppni við einkaaðila. Þannig að um leið og frumvarpið verður samþykkt þá munu raddir um að það sé óeðlilegt að ríkið starfi á þessum vettvangi koma fram.
Ég er líka á móti þessu frumvarpi vegna þess að ég trúi því að bætt aðgengi fólks að þessari vöru, sem sannarlega er vímuefn,i eigi eftir að auka neyslu fólks á áfengi. Það er stefna sem ég held að við ættum að varast því nóg er drykkjan fyrir í samfélaginu. Sérstaklega hef ég áhyggjur af unglingum í þessum efnum.
Flutningsmenn frumvarpsins tengja frumvarpið gjarnan frelsi og er tíðrætt um það. En ég fæ það ekki til þess að tengjast því á nokkurn hátt. Menn eru jafn frjálsir hvort sem þeir nálgast vínið og bjórinn í Vínbúð ÁTVR eða í matvöruverslunum.
Mitt mat er það að þingmenn ættu að einbeita sér að mikilvægari málum í samfélaginu og að flutningsmenn þessarar tillögu þurfi að forgangsraða upp á nýtt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Athugasemdir
Mikið er ég sammála þér frændi. Þetta er eitt heimskulegasta frumvarp sem ég hef séð og er þá langt til jafnað. Þetta fólk er í fullkominni afneitun og ábyrgðarleysi. Mér finnst best sú hugmynd að 23% áfengi sé á einhvern hátt öðruvísi en 21% áfengi.
Það virkar nokkurn veginn eins - trúðu mér.
Kveðja úr Firðinum.
Guðmundur Rúnar (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 19:43
Já frændi, menn virðast halda að 21% sé nánast óáfengt á meðan 23% séu stórhættuleg þó mig gruni að það virkar nokkurn veginn eins, líkt og þú bendir á.
bið að heilsa í Fjörðinn.
Árni Rúnar Þorvaldsson , 16.11.2007 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.