Leita í fréttum mbl.is

Sigursælir Hornfirðingar

Hornfirskar keppnissveitir hafa sannarlega verið sigursælar á síðustu dögum. Fyrst vann lið sveitarfélagsins í Útsvari Ríkisútvarpsins. Liðið lagði geysiöflugt lið Seltirninga örugglega að velli á föstudaginn. Sannarlega góður árangur.

Á laugardaginn vann síðan lið Grunnskóla Hornafjarðar í Legó hönnunarkeppninni sem haldin var í Reykjavík. Við sigurinn fær liðið þátttökurétt í Evrópumóti First Lego League sem haldið verður í maí á næsta ári. Eiríkur Hansson, kennari hefur haldið utan um starf hópsins undanfarin ár og árangurinn hefur verið mjög góður eins og sýndi sig á laugardaginn. Eins veit ég það þessir krakkar sem þarna voru hafa verið sveitarfélaginu til mikils sóma eins og alltaf.

Það er sannarlega gleðilegt að þakkarvert þegar fólk er tilbúið að fórna sér í störf líkt og þessi og auka þannig hróður sveitarfélagsins. Fólkið sem tók þátt í þessum viðburðum á vegum sveitarfélagsins og grunnskólans hefur sannarlega með frammistöðu sinni gert nákvæmlega það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Til hamingju með fólkið þitt - frábær árangur

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 12.11.2007 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband