Leita í fréttum mbl.is

Fjármál sveitarfélaga

Það olli óneitanlega nokkrum vonbrigðum að fjármálaráðherrra hafði lítið nýtt til málanna að leggja varðandi tekjustofna sveitarfélganna. Hann opnaði hins vegar þá að ríkið tæki þátt í því að greiða niður skuldir sveitarfélaganna að því gefnu að þau settu sér fjármálareglur. Þessar hugmyndir fjármálaráðherra eru að sjálfsögðu allra góðra gjalda verðar en duga frekar skammt að mínu mati.

Það er auðvitað orðið fyrir löngu nauðsynlegt að tekjuskipting ríkis og sveitarfélaga verði tekin til endurskoðunar frá grunni. Sveitarfélögin verða einfaldlega að vera í stakk búin til þess að mæta þörfum og kröfum síbreytilegs samfélags. Kröfurnar sem lagðar eru á hendur sveitarfélganna eiga ekkert eftir að gera nema að aukast.

Þess vegna skýtur það mjög skökku við að frjálshyggjuliðið hjá íhaldinu skuli koma fram með tillögu á þingi þess að efnis að ekkert lágmark eigi að vera útsvari sveitarfélaganna. Hefur þetta fólk aldrei stigið út fyrir Seltjarnarnesið eða Garðabæinn? Er það þetta sem sveitarfélögin vítt og breitt um landið eru berjast fyrir? Nei.

Ég tek undir það með Svanfríði Jónasdóttur í Silfrinu um helgina að ef það á ekki að vera neitt gólf í útsvarinu þá eigi auðvitað ekki að vera neitt þak heldur. Frelsið getur ekki bara gengið í aðra áttina.

Mér finnst líka forgangsröðunin skrítin, þ.e. að leggja áherslu á þetta mál þegar svo mörg önnur brýnni mál þarfnast úrvinnslu. Eins og t.d. það að bæta og styrkja fjárhag sveitarfélaganna vítt og breitt um landið með það að markmiði að þau geti sinnt skyldum af enn meiri reisn og dug. Í þann farveg að fólkið auðvitað að beina málflutningi sínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband