8.4.2007 | 18:15
Styrkur Sólrúnar - hræðsla framsóknaríhaldsins
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar kallar fram ofsafengin og óttablandin viðbrögð hjá Sjálfstæðis - og Framsóknarmönnum. Sérstaklega er Íhaldið ofsafengið í afstöðu sinni til Ingibjargar. Skrímsladeildin hjá Sjálfstæðisflokknum notar hvert tækifæri til ráðast á Ingibjörgu og notar til þess öll hugsanleg og óhugsanleg verkfæri enda helgar tilgangurinn meðalið á þeim bænum.
Ekki vil ég kveinka mér undan þessari áráttu framsóknaríhaldsins nema síður sé. Ótti og hræðsla þessa ágæta fólks staðfestir fyrir mér styrk Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sem stjórnmálamanns. Sú staðreynd að 81% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins hefur neikvætt viðhorf í garð Ingibjargar Sólrúnar kemur mér ekkert á óvart frekar en öðru Samfylkingarfólki. Í raun hefði ég haldið miðað við hvernig skrímsladeild Íhaldsins hamast á henni ætti hlutfallið að vera hærra. Þetta sýnir kannski að stærri hluti Íhaldsmanna en ég átti von á er ekki svo óskynsamur eftir allt saman.
Hitt kemur mér meira á óvart að svo hátt hlutfall Framsóknarmanna skuli hafa svo neikvætt viðhorf til míns ágæta formanns. Ég hefði haldð eftir farsælt samstarf Ingibjargar og Alfreðs Þorsteinssonar innar R - listans á sínum tíma hefði átt að skila henna jákvæðara viðmóti hjá Framsóknarfólki. En sjaldnast launar kálfurinn ofeldið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Athugasemdir
Þið eigið alla mína samúð í Samfylkingunni. Skrímsladeild? hehe kanntu annan? :)
Í fyrsta lagi er slíkt ekki til. Ég býst við að ég eigi að vera hluti af þessari deild en kannast þó ekki við tilvist hennar.
Í annan stað, ef Ingibjörg væri slíkur foringi sem þið viljið meina myndi hún hrista af sér allt andstreymi eins og ekkert væri. Eins og Davíð gerði á sínum tíma.
Svo einfalt er það.
Hjörtur J. Guðmundsson, 8.4.2007 kl. 18:31
Góður pistill og að mörgu leiti kjarni málsins.
Eggert Hjelm Herbertsson, 9.4.2007 kl. 09:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.