30.3.2007 | 20:41
Samfylkingin setur málefni barna í forgang
Samfylkingin kynnti á blaðamannafundi, sem haldinn var í einum af leikskólum borgarinnar, tillögur sínar í málefnum barnafjölskyldna.
Tillögurnar eru raunhæfar og koma til með gagnast barnafjölskyldum í landinu vel. Þetta er upphafið að endurreisn velferðarkerfisins undir forystu jafnaðarmannaflokks.
Í tillögunum er gert ráð fyrir hækkun á barnabótum m.a. með þvi að draga úr tekjutengingum. Þessi aðgerð mun að sjálfsögðu skila sér til lág - og millitekjuhópa í samfélaginu.
Einnig er gert ráð fyrir því að skólabækur verði ókeypis fyrir framhaldsskólanema. Þetta er mikilvægt skref til þess að jafna aðstöðumun framhaldsskólanema. Ég hygg að fjöldi þeirra framhaldsskólanema sem stundar mikla vinnu meðfram skóla hér á landi sé óvenju mikill miðað hin Norðurlöndin.
Að auki leggur Samfylkingin til tannvernd barna og unglinga á landinu verði komið í viðunandi horf. Skemmdar tennur barna á Íslandi eru biritingarmynd vanrækslu ríkisstjórnarinnar í velferðarmálum. Rotnandi tennur barnanna okkar sýna svo ekki verður um villst að þessi ríkisstjórn hefur engan áhuga á velferðarmálum.
Í málefnum barna hefur Samfylkingin nú tekið óskoraða forystu í umræðunni, lagt fram heildstæða aðgerðaáætlun en hún hefur líka sýnt það að þar sem Samfylkingin er við völd eins og í Hafnarfirði er henni treystandi til þess að hugsa um hag barnanna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:44 | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.