12.10.2010 | 14:42
Mikið að gera hjá bæjarstjórn
Á bæjarstjórnarfundi í gær upplýstu fulltrúar meirihluta bæjarstjórnar að óvenju mikið væri að gera hjá kjörnum fulltrúum og starfsmönnum sveitarfélagsins þessi dægrin. Ég get ekki sagt að það hafi komið mér á óvart. Hins vegar var nýstárlegt að annir væru notuð sem rök gegn því að setja mál, sem allir virtust efnislega sammála um á fundinum, í farveg.
Ég hef núna setið í bæjarstjórn Hornafjarðar í tæp fimm ár. Allan þann tíma hafa kjörnir fulltrúar og starfsmenn sveitarfélagsins verið störfum hlaðnir og af þeim sökum - miðað við röksemdafærslu gærdagsins - hef ég miklar áhyggjur af því hvenær hægt verður að fara í þessa vinnu.
Upplýst var um annir og tímaskort bæjarfulltrúa og starfsmanna í umræðum um tillögu sem bæjarfulltrúar minnihlutans lögðu fram þess efnis að fela að skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd að hefja strax vinnu við endurskoðun á rekstrarumhverfi leikskólanna á Hornafirði. Í tillögunni er kveðið á um að sérstaklega skuli kannaðir kostir þess að sameina rekstur leikskólanna undir einni yfirstjórn, þ.e. að sameina þá með svipuðum hætti og gert var með grunnskólana á síðasta kjörtímabili.
Í verkefnalista meirihluta bæjarstjórnar er kveðið á um að farið skuli í slíka vinnu á kjörtímabilinu. Þess vegna vekur það nokkra furðu að hann skuli ekki vera tilbúinn að hefja ferlið eins fljótt og auðið er svo hægt verði að hefja skólastarf næsta haust í samræmi við niðurstöður vinnunnar. Ekki er gott að bíða með áform eins og þessi - sérstaklega þegar þau liggja í loftinu og eru óumflýjanleg - vegna þeirrar óvissu sem það skapar fyrir stjórnendur, starfsfólk, nemendur og forráðamenn þeirra.
Rétt er að geta þess að í tillögunni var gert ráð fyrir því að skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd myndi skila niðurstöðum sínum til bæjarstjórnar í mars á næsta ári. Fresturinn er því nokkuð rúmur. Og því hlýtur maður að spyrja sig hversu langan tíma meirihluti bæjarstjórnar ætlar sér í verkefnið - nokkur ár?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:47 | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.