Leita í fréttum mbl.is

Skólamál - fyrirspurn á bćjarstjórnarfundi

Í kosningabaráttu síđustu sveitarstjórnarkosninga var töluvert rćtt um stöđu og skipulag skólamála á Hornafirđi. Međ skólamálum er hér átt viđ starf og starfsemi bćđi í leik - og grunnskóla. Grunnskólar sveitarfélagsins - ađ undanskildum skólanum í Hofgarđi í Örćfum - voru sameinađir undir eina yfirstjórn og starfsstöđvum hans fćkkađ um eina. Hins vegar eru reknir tveir heildstćđir og ađskildir leikskólar í sveitarfélaginu í kjölfar ákvörđunar sem tekin var af bćjarstjórn undir lok ţarsíđasta kjörtímabils, ţ.e. 2002 - 2006.

Stađa grunnskólans var mikiđ rćdd út frá ţeim skipulagsbreytingum sem gerđar voru á honum á sl. kjörtímabili. Almennt má segja ađ ţćr breytingar hafi heppnast vel, veriđ til framfara fyrir grunnskólann og ađ almenn sátt ríki um skipulagsbreytingarnar. Unniđ var ađ breytingunum í nánu samstarfi viđ hagsmunaađila; foreldra, stjórnendur, starfsmenn og nemendur.

Um leikskólann var umrćđan hins vegar á ţeim nótum um hvort komiđ vćri ađ ţeim tímapunkti ađ fariđ yrđi í endurskođun á ţeirri stefnu sem tekin var fyrir rúmum fjórum árum á skipulagi leikskólamála. Margir töldu ţađ nauđsynlegt, bćđi vegna ţess ađ ekki var einhugur í bćjarstjórn um ákvörđunina á sínum tíma og vegna ţess hvernig var ađ henni stađiđ (ákvörđun tekin á síđast fundi fráfarandi bćjarstjórnar ađ afloknum kosningum), ađ gera sem fyrst úttekt á ţví hvernig til hefur tekist međ ţađ skipulag sem lagt var upp međ og hvort ađ ţau markmiđ, sem meirihlutinn ađ baki ákvörđuninni vildi ná fram, hafi gengiđ eftir.

Í samrćmi viđ ţessar umrćđur, bókun skóla -, íţrótta - og tómstundarnefndar um máliđ á 1. fundi nefndarinnar og áherslu okkar í Samfylkingunní um endurskođun á skipulagi leikskólamála í kosningabaráttunni mun ég leggja fram eftirfarandi fyrirspurn á bćjarstjórnarfundi nćsta fimmtudag:

Í verkefnalista ţeim sem lagđur var fram á 1. fundi skóla -, íţrótta – og tómstundanefndar ţann 23. júní sl. kemur m.a. fram:

    Í leikskólamálum verđur fariđ í vinnu í samráđi viđ starfsfólk og foreldra ađ greina rekstrarumhverfi skólanna, viđhorf foreldra og starfsfólks til skipulagsins og ákvarđanir teknar á grundvelli ţeirrar skođunar.

     

    Liggur fyrir ákvörđun hjá meirihluta bćjarstjórnar um hvenćr fariđ verđur af stađ međ ţessa vinnu í leikskólamálum, sem talađ er um í fundargerđ skólanefndar, hvernig ađ henni verđur stađiđ og hvenćr niđurstöđur hennar eigi ađ liggja fyrir svo hćgt verđi ađ taka taka ţćr ákvarđanir sem skólanefnd telur nauđsynlegar?

     

    Í ljósi ţeirrar vinnu sem framundan er hjá bćjarstjórn í ţessum málaflokki leggur undirritađur ţví fram eftirfarandi fyrirspurnir um starfsemi um leik – og grunnskóla í sveitarfélaginu?

  1. Hve margir nemendur hefja nám í 1. bekk Grunnskóla Hornafjarđar í haust og í hve mörgum bekkjardeildum?

  2. Hve margir ţeirra nemenda, sem nú hefja grunnskólagöngu sína í Grunnskóla Hornafjarđar, voru á leikskóla og hve margir voru utan leikskóla á síđasta skólaári?

  3. Hvernig skiptust ţeir nemendur, sem voru á leikskóla á síđasta skólaári og eru ađ hefja grunnskólagöngu á ţessu skólaári, á milli ţeirra tveggja leikskóla sem starfrćktir eru í sveitarfélaginu?

  4. Hver er heildarfjöldi leikskólanemenda í sveitarfélaginu í upphafi skólaársins 2010 - 2011?

  5. Hversu margir nemendur eru á hvorum leikskóla og hvernig er aldursdreifingu á ţeim háttađ, ţ.e. hver er fjöldi nemenda í hverjum árgangi á hvorum leikskóla?

  6. Hversu margir nýir nemendur voru teknir inn í leikskólana fyrir ţetta skólaár og hvernig skiptast ţeir á milli leikskólanna?

  7. Hver hefur ţróunin í nemendafjölda veriđ sl. tíu ár á grunn – og leikskólastigi í sveitarfélaginu?

  8. Hver hefur ţróunin í fjölda starfsmanna viđ ţessar sömu stofnanir veriđ á sl. tíu árum?

  9. Hefur stjórnunarstöđum, innan grunnskólans annars vegar og leikskólanna hins vegar, fjölgađ eđa fćkkađ á áđurnefndu tíu ára tímabili?

  10. Liggja fyrir spár um nemendafjölda grunn – og leikskólanemenda á Hornfirđi til nćstu ára?

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband