31.8.2010 | 08:55
Skólamál - fyrirspurn á bæjarstjórnarfundi
Í kosningabaráttu síðustu sveitarstjórnarkosninga var töluvert rætt um stöðu og skipulag skólamála á Hornafirði. Með skólamálum er hér átt við starf og starfsemi bæði í leik - og grunnskóla. Grunnskólar sveitarfélagsins - að undanskildum skólanum í Hofgarði í Öræfum - voru sameinaðir undir eina yfirstjórn og starfsstöðvum hans fækkað um eina. Hins vegar eru reknir tveir heildstæðir og aðskildir leikskólar í sveitarfélaginu í kjölfar ákvörðunar sem tekin var af bæjarstjórn undir lok þarsíðasta kjörtímabils, þ.e. 2002 - 2006.
Staða grunnskólans var mikið rædd út frá þeim skipulagsbreytingum sem gerðar voru á honum á sl. kjörtímabili. Almennt má segja að þær breytingar hafi heppnast vel, verið til framfara fyrir grunnskólann og að almenn sátt ríki um skipulagsbreytingarnar. Unnið var að breytingunum í nánu samstarfi við hagsmunaaðila; foreldra, stjórnendur, starfsmenn og nemendur.
Um leikskólann var umræðan hins vegar á þeim nótum um hvort komið væri að þeim tímapunkti að farið yrði í endurskoðun á þeirri stefnu sem tekin var fyrir rúmum fjórum árum á skipulagi leikskólamála. Margir töldu það nauðsynlegt, bæði vegna þess að ekki var einhugur í bæjarstjórn um ákvörðunina á sínum tíma og vegna þess hvernig var að henni staðið (ákvörðun tekin á síðast fundi fráfarandi bæjarstjórnar að afloknum kosningum), að gera sem fyrst úttekt á því hvernig til hefur tekist með það skipulag sem lagt var upp með og hvort að þau markmið, sem meirihlutinn að baki ákvörðuninni vildi ná fram, hafi gengið eftir.
Í samræmi við þessar umræður, bókun skóla -, íþrótta - og tómstundarnefndar um málið á 1. fundi nefndarinnar og áherslu okkar í Samfylkingunní um endurskoðun á skipulagi leikskólamála í kosningabaráttunni mun ég leggja fram eftirfarandi fyrirspurn á bæjarstjórnarfundi næsta fimmtudag:
Í verkefnalista þeim sem lagður var fram á 1. fundi skóla -, íþrótta – og tómstundanefndar þann 23. júní sl. kemur m.a. fram:
Í leikskólamálum verður farið í vinnu í samráði við starfsfólk og foreldra að greina rekstrarumhverfi skólanna, viðhorf foreldra og starfsfólks til skipulagsins og ákvarðanir teknar á grundvelli þeirrar skoðunar.
Liggur fyrir ákvörðun hjá meirihluta bæjarstjórnar um hvenær farið verður af stað með þessa vinnu í leikskólamálum, sem talað er um í fundargerð skólanefndar, hvernig að henni verður staðið og hvenær niðurstöður hennar eigi að liggja fyrir svo hægt verði að taka taka þær ákvarðanir sem skólanefnd telur nauðsynlegar?
Í ljósi þeirrar vinnu sem framundan er hjá bæjarstjórn í þessum málaflokki leggur undirritaður því fram eftirfarandi fyrirspurnir um starfsemi um leik – og grunnskóla í sveitarfélaginu?
Hve margir nemendur hefja nám í 1. bekk Grunnskóla Hornafjarðar í haust og í hve mörgum bekkjardeildum?
Hve margir þeirra nemenda, sem nú hefja grunnskólagöngu sína í Grunnskóla Hornafjarðar, voru á leikskóla og hve margir voru utan leikskóla á síðasta skólaári?
Hvernig skiptust þeir nemendur, sem voru á leikskóla á síðasta skólaári og eru að hefja grunnskólagöngu á þessu skólaári, á milli þeirra tveggja leikskóla sem starfræktir eru í sveitarfélaginu?
Hver er heildarfjöldi leikskólanemenda í sveitarfélaginu í upphafi skólaársins 2010 - 2011?
Hversu margir nemendur eru á hvorum leikskóla og hvernig er aldursdreifingu á þeim háttað, þ.e. hver er fjöldi nemenda í hverjum árgangi á hvorum leikskóla?
Hversu margir nýir nemendur voru teknir inn í leikskólana fyrir þetta skólaár og hvernig skiptast þeir á milli leikskólanna?
Hver hefur þróunin í nemendafjölda verið sl. tíu ár á grunn – og leikskólastigi í sveitarfélaginu?
Hver hefur þróunin í fjölda starfsmanna við þessar sömu stofnanir verið á sl. tíu árum?
Hefur stjórnunarstöðum, innan grunnskólans annars vegar og leikskólanna hins vegar, fjölgað eða fækkað á áðurnefndu tíu ára tímabili?
Liggja fyrir spár um nemendafjölda grunn – og leikskólanemenda á Hornfirði til næstu ára?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:59 | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.