Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Flokksstjórnarfundur og efnahagsmál

Flokkstjórnarfundur Samfylkingarinnar um helgina var líflegur, skemmtilegur og gagnlegur. Sérstklega var forvitnilegt að hlýða á erindi og umræður um efnahagsmál og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir áréttaði það að staðan í efnahagsmálum sé grafalvarleg. Þörf er á að taka á þeim málum af festu. Í umræðunum kom gegnumsneytt fram að mikilvægt væri að skapa íslensku efnahagslífi trúverðugeika á nýjan leik. Sérskaklega var fjallað um hlutverk ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans í því verkefni. Allir voru líka sammála um það núna brýnast væri að stöðva framgang verðbólgunnar því hún kæmi verst niður á almenningi.

Mér fannst sérskaklega fróðlegt að hlýða á erindi Ólafs Darra Andrasonar hagfræðings ASÍ um stöðuna eins og hún er núna. Í hans máli kom fram að mikilvægt væri að stjórnvöld og almenningur í landinu tækju sér varðstöðu gegn þeim æsingi sem virtist hafa gripið um hjá verslunarmönnum og fleiri aðilum hvað varðaði verðhækkanir. Enn sem komið eru engar ástæður fyrir kaupmenn að vera að tala um 20 - 30% hækkun á næstu mánuðum eins og ekkert sé sjálfsagðara. Það má auðvitað ekki gerast að aðilar nýti sér þær verðbólguvæntingar sem nú eru í gangi til þess að hækka verð á vörum og þjónustu langt umfram það sem nauðsynlegt. Ef það gerist þá er að sjálfsögðu ljóst að forsendur þeirra kjarasamninga sem undirritaðir voru fyrir skemmstu er brostnar.

Hvað sem öðru líður þá er ljóst ríkisstjórnarinnar bíður ekki auðvelt verk að takast á við efnahagsvandann. Hvort sem við ætlum okkur að stefna að Evrópusambandsaðild og þar með upptöku Evru eða að halda í krónuna þá verðum við að takast á við þann vanda sem að okkur steðjar núna. Evrópusambandsaðild þarf ekki að vera forsenda eða ástæða þess að við tökumst á við efnahagsvandann. Almannahagsmunir einfaldlega kalla á það að tekið verði á málunum með markvissum og öflugum hætti hvort sem stefnan verður sett á Evrópu eða ekki. Ég trúi því hins vegar að yfirlýsing um það við ætlum að stefna að Evrópusambandsaðild gæti virkað vel í stöðunni sem nú er uppi. Slík ákvörðun myndi veita okkur aðhald og brýna menn í því verkefni að ná tökum á efnahagsmálunum.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband