14.8.2009 | 13:47
Sárt að vera flokkaður með Talibönum
Þau eru misstór skýlin sem menn þurfa að leita sér skjóls í vegna misgjörða sinna og vondrar samvisku. Kjartan Gunnarsson, fyrrum framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og varaformaður stjórnar Landsbankans, þar sem hann gegndi fyrst og fremst því hlutverki að tryggja gott talsamband á milli banka og flokks, verður að leita sér skjóls í hryðjuverkalögum Bretlands. Það er stórt skýli enda staða hans og samviska afar vond vegna þeirrar stöðu sem þjóðin er í vegna Icesave skuldbindinganna.
Í grein sinni í Morgunblaðinu í dag kemur í ljós að Kjartani sárnar greinilega að bankinn - og þar með stjórn hans - skuli vera flokkaður með með Al Kaída og Talibönum á hryðjuverkalista Breta. Það er skiljanlegt en Ísland lenti um tíma einnig á listanum.
En fyrrum varaformaður bankastjórnarinnar fellur í þá gryfju að kenna öllum öðrum um stöðu og fall bankans. Allt er þetta Bretunum að kenna og látið er að því liggja að beitingu hryðjuverkalaganna - jafn ógeðfelld og sú aðgerð var - hafi eingöngu verið ætlað að knésetja bankana og Íslendinga. En bresk stjórnvöld töldu sig vera að vernda hagsmuni breskra innistæðueigenda, sem margir hverjir höfðu látið blekkjast af fagurgala Kjartans og félaga - Landsbankamönnum - og lagt peninga sína inn á reikninga hjá honum.
Aðstoð fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins og varaformanns stjórnar Landsbankans við að ná Íslandi út úr þeim hremmingum, sem hann og hans nánasta pólitíska klíka ber mesta ábyrgð á að koma okkur í, er hér með afþökkuð - kurteislega.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:48 | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Athugasemdir
Ég er hjartanlega sammála þér um að það er ótrúlegt hvað sumir leggjast lágt á svona örlagastundum til að henda pólitískum drullukökum.
Sérstaklega finnst mér lágt lagst þegar arkitektar hrunsins - t.a.m. Kjartan Gunnarsson og hans nánasta pólitíska hirð - eru að setja sig á háan hest gagnvart þeim sem núna eru að hreinsa upp hans pólitíska drullumall.
Betri er engin aðstoð en hans aðstoð.
Árni Rúnar Þorvaldsson , 14.8.2009 kl. 22:29
Regluverkið sem krakkarnir í sandkassanum léku sér eftir voru smíðaðar af ESB. Hvernig okkur tókst til með það drullumall ætti að kenna okkur að halda okkur að halda okkur sem lengst frá þeim reglum sem þar eru smíðaðar, því við kunnum ekki að fara eftir slíkum reglum án þess að skaða okkur og aðra.
Ómar Bjarki Smárason, 14.8.2009 kl. 22:36
Skil ég þig rétt, Ómar; að ekki dugi að forðast aðild að ESB heldur beri einnig að segja upp EES - samningnum? Ef svo er, þá ber ég virðingu fyrir þeirri skoðun og tel raunar að reynslan sýni að við verðum að taka EES - samninginn til skoðunar ef aðildarsamningur verður felldur í þjóðaratkvæði.
Það var nefnilega aðild að EES - samningnum sem leiddi yfir okkur hið gallaða regluverk ESB um innistæðutryggingar en ekki aðild að sambandinu sjálfu.
Þó er rétt að minna á það að Landsbankamenn - Kjartan og fleiri - tóku ákvörðunina um að nýta sér ákvæði samningsins og starfrækja útibú á ábyrgð íslenska ríkisins í Bretlandi og Hollandi en ekki dótturfélög, sem hefðu verið háð eftirliti þarlendra yfirvalda og heyrt undir breska og hollenska innistæðutryggingasjóðina.
Það er því fullangt gengið að kenna regluverkinu sem slíku um stöðuna eingöngu - þótt gallað hafi verið.
Má líka skilja orð þín svo að Íslendingar fari frekar eftir sínum eigin relgum en þeim sem aðrir setja? - og fari alveg sérstaklega illa eftir relgum sem eiga rætur að rekja til Brussel? Ef þú ert þeirrar skoðunar þá er skiljanlegt að þú viljir forða Íslendingum sem lengst frá evrópsku regluverki.
Árni Rúnar Þorvaldsson , 14.8.2009 kl. 23:32
Mér finnst það vel athugunar virði að skoða allt regluverk EES í tengslum við þær aðildarviðræður sem við erum að fara í, já Árni. Sumt af því sem við höfum kallað yfir okkur passar okkur alls ekki, lítilli þjóð norður í Ballarhafi.
En regluverkinu verður svo sem aldrei hægt að kenna einu og sér um það hvernig fyrir okkur fór. Það hefur alltaf loðað við okkur að ganga eins langt og við komusmt í því umhverfi sem við lifum, og kannski ofurlítið lengra stundum!
Og ef við göngum inn í ESB þá verður örugglega fljótt farið að stoppa í þau göt sem við finnum í kerfinu þar. En áður en það tekst er spurning hvað við náum miklu út úr kerfinu......?
Ómar Bjarki Smárason, 14.8.2009 kl. 23:54
Ég er sammála fyrrverandi forsætisráðherra, Geir H. Haarde, þegar hann segir að fyrirkomulag Landsbankamanna með Icesave reikningana sé eitt mesta böl sem hent hafi þjóðina, þ.e. að stofna útibú en ekki dótturfélög um reksturinn. Hann gekk reyndar svo langt að telja fyrirkomulag bankans ófyrirgefanlegt. Því er ég sammála.
En hann taldi líka að það hefði ekki gerst fyrir tilviljun heldur hefðu fyrirætlanir bankans einmitt verið þær að nota peningana sem fengjust inn á Icesave reikningana á Íslandi líkt og þeir kæmu úr bankaútibúi á Íslandi.
Það er því ofmælt að segja að regluverkið - þótt gallað hafi verið - hafi orsakað þessa stöðu sem við erum í með Icesave skuldbindingarnar. Þar spiluðu stjórnendur og stjórn bankans stórt hlutverk.
Kjarninn er auðvitað sá bankarnir voru afhentir vildarvinum helmingaskiptaflokkanna - fyrrverandi formaður bankastjórnar Seðlabankans kallaði þá síðar óreiðumenn - og Kjartan fylgdi með ofan í kaupið til að tryggja gott talsamband við flokkinn.
"Óreiðumennirnir" fengu síðan góðan frið vegna slælegs eftirlits og gallaðs regluverks til þess að leika lausum hala og það hefur valdið íslenskum skattgreiðendum og atvinnulífi ómældu tjóni.
Þú afsakar þó ég telji aðstoð Kjartans og hans félaga ofaukið. Ef þú kýst að líta á þessar staðreyndir sem drulluslettur þá verður svo að vera.
Árni Rúnar Þorvaldsson , 15.8.2009 kl. 22:39
Óskandi að sem flestir hafi lesið grein Kjartans, því hún er einstakt tækifæri til að svipast um í hugarheimi hinna innvígðu og innmúruðu frjálshyggjuliða Sjálfstæðisflokksins. Rökleysan er algjör, iðrunin engin og hrokinn yfirþyrmandi. Maðurinn virðist vilja fara í stríð við Bretana, en æ, við höfum bara engan her, en viti menn, NATO gæti komið til hjálpar!!
Ingimundur Bergmann, 19.8.2009 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.