29.7.2009 | 21:28
Lykilorrusta sem skipti engu máli
Í öllum styrjöldum eru háðar nokkrar orrustur sem geyma lykilinn að sigrinum í stríðinu. Í seinni heimsstyrjöldinni var t.d. orrustan um Stalíngrad slík lykilorrusta enda voru úrslit hennar fyrirboði um örlög Nasisma Hitlers í Evrópu.
Andstæðingum Evrópusambandsins á Íslandi er tamt að líta á átökin um Evrópusambandsaðildina sem stríð. Fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins - sá sem kynnti okkur hugtakið "innvígður og innmúraður" - taldi t.a.m. að síðasti landsfundur Sjálfstæðisflokksins yrði lykilorrusta í ESB - málinu. Þeir sem hefðu sigur á þeim fundi yrðu líklegri til þess að standa uppi sem sigurvegarar í ESB - stríðinu. Mér finnst líka eins og fyrrverandi dómsmálaráðherra - sá sem kynnti okkur hugtakið "Baugsmiðlar" - hafi orðað það svo, að engin markverð spor yrðu stigin í Evrópumálum án aðkomu Sjálfstæðisflokksins.
Eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins í mars síðastliðnum - þar sem ræða átrúnaðargoðs þessara tveggja manna vakti reyndar meiri athygli en umræðan um ESB - mátti glöggt greina að andstæðingar ESB töldu sig hafa unnið afgerandi sigur í þessari lykilorrustu. Miðað við spádóma og útreikninga þessara áhrifamanna hefði maður ætlað að örlög ESB umsóknar hefðu verið ráðin þessa dramatísku helgi í Laugardalshöllinni.
Þess vegna hefur það auðvitað komið mörgum á óvart, sem mark tóku á þessum áhrifamiklu mönnum, að ekkert af þessu hefur gengið eftir. Alþingi samþykkti að sækja um aðild að Evrópusambandinu og utanríkisráðherrar ESB samþykktu - samhljóða - á fundi sínum fyrir skemmstu að vísa umsókn Íslands til framkvæmdastjórnar ESB. Allt þetta hefur gerst án aðkomu Sjálfstæðisflokksins - fyrir utan tvær þingkonur flokksins, sem ákváðu að láta hagsmuni flokksins víkja fyrir hagsmunum þjóðarinnar í þessu máli.
Mesta höggið fyrir marga Sjálfstæðismenn er auðvitað sú staðreynd að þetta stóra og mikilvæga skref í mótun utanríkisstefnu Íslendinga hafi verið tekið án þess að þeir hafi nokkuð komið nálægt því. Sérstaklega á þetta við um þann arm flokksins sem er hallur undir frekari alþjóðlega samvinnu og telur að efnahagstilraun okkar með örmynt í ólgusjó alþjóðlegra fjármála hafi brugðist. Hinn hópurinn, sem einfaldlega er á móti öllu er varðar ESB, telur þessa staðreynd auðvitað litlu skipta.
Yfirherráð ESB - andstæðinga Sjálfstæðisflokksins virðist því hafa misreiknað sig verulega þegar það lá yfir stríðskortunum í aðdraganda landsfundar - lykilorrustunni - örlagaveturinn mikla 2008 - 2009. Baráttan var til lítils og margir lágu í valnum að óþörfu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Athugasemdir
Góður pistill, Árni.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 21:48
Sjálfstæðisflokkurinn kann þessu illa enda langt síðan að mikilvæg ákvörðun var tekin án aðkomu flokksins á Alþingi.
Þeir veðjuðu á rangan hest á landsfundi sínum og flokkurinn mun líða fyrir það. Þjóðin sér nú að vel er hægt að taka mikilvægar ákvarðanir án Sjálfstæðisflokksins.
Vegna afstöðu flokksins til ESB mun hann svo ekki vera valkostur hjá stærstum hluta kjósenda í framtíðinni.
Er fram líða stundir munu fáir gráta þennan íhaldsflokk sem setti þjóðina á hausinn með afleitri utanríkis- og efnahagsstefnu sinni.
Kjartan Jónsson, 30.7.2009 kl. 00:34
.....en kannski hlær hann best sem síðast hlær í þessu máli, Árni Rúnar!
Ómar Bjarki Smárason, 30.7.2009 kl. 00:52
Hörðustu talsmenn ESB eru útrásarvíkingarnir sem höfðu aðsetur sitt og hafa enn í Borgartúninu í R.vík, London, Tortolla og Luxemburg.Þeir settu landið á hausinn.Samfylkinginn hefur stutt þessa menn og gerir enn.Hún notar verkalýðshreyfinguna í þessum tilgangi.Helstu andstæðingar aðildar eru innan VG.En það ætti að vera ljóst bæjarstjórnarmanni á landsbyggðinni að hann á enga samleið með bröskurum í R.vík. sem hugsa fyrst og fremst um eigin hagnað en ekki fólk á landsbyggðinni.
Sigurgeir Jónsson, 30.7.2009 kl. 05:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.