Leita í fréttum mbl.is

Glæsilegur framboðslisti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi

Kjördæmisþing Samfylkingarinnar samþykkti í gær tillögu kjördæmisstjórnar að framboðslista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.

Óhætt er að segja að þar sé valinn maður í hverju rúmi. Björgvin G. Sigurðsson, alþingismaður leiðir listann eftir glæsilegan sigur í prófkjöri. Á eftir honum kemur þrautreyndur þingmaður, Lúðvík Bergvinsson. Í 3. sæti situr svo nýr maður, Róbert Marshall sem hlaut góða kosningu í prófkjörinu 4. nóvember.

Þegar Ragnheiður Hergeirsdóttir varð bæjarstjóri í Árborg eftir að Framsókn gafst upp á Íhaldinu gaf hún frá sér 4. sætið á listanum. Í stað hennar kemur öflugur fulltrúi Samfylkingarfólks af Suðurnesjum, Guðný Hrund Karlsdóttir. 5. sætið vermir svo Guðrún Erlingsdóttir, verkalýðsforingi úr Eyjum sem náði frábærum árangri í prófkjörinu.

Samfylkingin er með fjóra þingmenn í kjördæminu og stefnan er að sjálfsögðu sett á það að halda okkar þingmannafjölda og helst að bæta við. Þessi listi er svo sannarlega líklegur til þess.


mbl.is Framboðslisti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi samþykktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband