Leita í fréttum mbl.is

Nýr bæjarstjóri í Árborg

Nú er það ljóst að Ragnheiður Hergeirsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Árborg verður næsti bæjarstjóri Árborgar. Það eru sannarlega gleðileg tíðindi fyrir íbúa í Árborg. Ragnheiður er vel að starfinu komin. Ég er ekki nokkrum vafa um hún mun vinna íbúum Árborgar mikið gagn. Ragnheiður er líka glæilegur fulltrúi Samfylkingarnnar á Suðurlandi og mun auka hróður okkar á landsvísu. Ég er ekki í nokkrum vafa um það. Ég óska Ragnheiði velfarnaðar í nýju starfi.

En um leið og Ragnheiður tekur við sæti bæjarstjóra hefur hún ákveðið að þiggja ekki 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi sem hún náði með glæsilegri kosningu í prófkjöri í nóvember. Það verður kjördæmisstjórnar að stilla endanlega upp á listann og ákveða hver tekur sæti hennar á listanum. Fundur er boðaður í kjördæmisstjórn sunnudaginn 10. desember í Reykjanesbæ. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig spilað verður úr þessum spilum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband