Leita í fréttum mbl.is

Lykilorrustur

Það er athyglisvert að lesa það hvernig fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsisn túlkar það hvar slagurinn um ESB vinnist. Lykilorrustan muni fara fram á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í janúar - ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Það kemur á óvart að menn skuli telja að ákvörðun um aðild að ESB verði tekin á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Þeir sem tala þannnig virðist greinilega telja að landsfundur Sjálfstæðismanna sé æðsta stjórnvaldsstofnun í landinu. En það er kannski ekkert skrýtið að ritstjórinn fyrrverandi skuli trúa þessu þar sem flokkurinn hefur haldið um stjórnartaumana samfleytt í 17 ár.

En allt er í heiminum hverfult - hver hefði t.d. trúað því fyrir nokkrum árum að Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, myndi ramba á barmi gjaldþrots. Þetta fyrirtæki - nær væri að segja stofnun - berst nú fyrir lífi sínu.

Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, hefur nú viðrað þann möguleika að koma ESB umræðunni í þann farveg að þjóðin fái að kjósa um aðild, þó hann sé sjálfur á móti aðildinni. Þetta viðhorf ber að virða. Mér heyrðist formaður VG heldur reyna að draga í land þessi ummæli Ögmundar í viðtali fljótlega efitir að Ögmundur talaði um málið. Vissulega telur formaðurinn að þjóðin eigi að eiga síðasta orðið en hann telur umræðuna á villigötum og ótímabæra. Þar held ég að hann sé ekki samstíga meirihluta þjóðarinnar.

En dropinn holar steininn í þessum efnum og á endanum munu jafnvel hörðustu andstæðingar ESB aðildar - eins og tvíeykið Styrmir og Steingrímur - átta sig á því að ekki er hægt að meina þjóðinni að taka sjálf þessa ákvörðun. Íslendingar verða nú að endurmeta stöðu sína í samfélagi þjóðanna og "sjálfstæðu" peningamálastefnuna, sem tekin var upp árið 2001 um fljótandi krónu með verðbólgumarkmiðum Seðlabankans.

Í því endurmati er brýnt að við lærum af mistökum fortíðar, læsum okkur ekki inni og ölum ekki á óttanum við útlönd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband