Leita í fréttum mbl.is

Mikilvæg yfirlýsing

Yfirlýsingin frá ríkisstjórninni í dag um hún myndi formlega hefja viðræður við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn á næstu dögum er gríðarlega mikilvægt skref í átt að endurreisn íslenska hagkerfisins. Forsenda þess að aðrar þjóðir rétti okkur hjálparhönd er aðkoma Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Með þessari yfirlýsingu getur ríkisstjórnin farið að vinna markvisst að koma þjóðinni úr þeim vandræðum sem nú blasa við okkur. Ríkisstjórnin hefur - í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn - samið ítarlega efnahagsáætlun. Hún er grundvöllur þeirrar vinnu sem framundan er til þess að við getum unnið okkur út úr þessum aðstæðum.

Ég held að staðan hafi einfaldlega verið þannig að ekki var um aðrar leiðir að ræða fyrir ríkisstjórnina en að leita til sjóðsins. Auðvitað hefði maður viljað sjá þessa niðurstöðu fyrr en úr því verður ekki bætt núna. Mikilvægast er að niðurstaða er komin í málið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband