Leita í fréttum mbl.is

IMF - ekki eftir neinu að bíða

Það er vonandi að fréttir dagsins í dag séu á rökum reistar, þ.e. að stutt sé í það að Íslendingar óski formlega eftir aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Flest bendir til þess að aðkoma Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að lausn okkar mála sé nauðsynleg til þess að við getum náð sátt við alþjóðasamfélagið.

Raunar virðist það nokkuð ljóst, að um leið og það verður kunngjört, að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ætlar að leggja okkur lið þá muni aðrir aðilar og vinaþjóðir okkar stökkva á þann vagn. Það er einfaldlega frumforsenda þess að við getum hafið endurreisnarstarfið og endurskipulagningu þjóðfélagsins að lag komist á gjaldeyriviðskipti þjóðarinnar. Lánveiting IMF er forsenda þess að svo geti orðið.

Þess vegna er það mín skoðun að það sé ekki eftir neinu að bíða í þessum efnum. Við verðum einfaldlega að fá Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að borðinu með okkur. Það er því vonandi rétt sem fram hefur komið í fjölmiðlum í dag - og reyndar síðustu daga - að starfsmenn sjóðsins og fulltrúar íslenskra stjórnvalda séu að leggja að lokahönd á aðgerðaáætlun með tilstuðlan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, benti á það á fundi með Samfylkingarfólki í gær, að Samfylkingin hefði lagt þunga áherslu á aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til þess að leysa úr efnahagagsvanda okkar. Það er vonandi að þær áherslur séu nú að skila sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Eru menn æstir í að steypa barnanarna börnunum í skuldaklafa?

Sigurður Þórðarson, 20.10.2008 kl. 23:25

2 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Er skuldaklafinn ekki staðreynd nafni? Bara spurning hverjir og hvernig eigi að borga hann.

Sigurður Haukur Gíslason, 21.10.2008 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband