Leita í fréttum mbl.is

Meirihluti fylgjandi þjóðaratkvæði um aðildarviðræður

Þær eru athyglisverðar niðurstöðurnar í  skoðanakönnun, sem hópur áhugafólks innan Framsóknarflokksins um Evrópumál lét framkvæma, og birtust í Fréttablaðinu í dag. Þar kemur fram að að rúmlega 70% svarenda er því hlynntur því að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort hefja eigi aðildarviðræður að ESB. Í könnuninni kemur líka fram að tæplega helmingur svarenda er hlynntur aðild að ESB en tæplega þriðjungur er mótfallinn aðild.

Ummæli formanns Framsóknarflokksins um að Samfylkingin hrærði í blóði Sjálfstæðisflokksins vegna daðurs hennar við Evrópuasambandið eru athyglsiverð í ljósi þessara niðurstaðna. Hún er ekki síður áhugaverði í ljósi þess hverjir létu framkvæma skoðanakönnunina. Þá vaknar sú spurning hvort formaðurinn hafi ekki í raun verið verið að hræra í blóði síns eigins flokks með því að staðhæfa það að Evrópusambandsaðild væri ekki á dagskrá núna. Það má a.m.k. lesa út úr ummælum Páls Magnússonar, fyrrverandi varaþingmanns Framsóknarflokksins og núverandi bæjarritara í Kópavogi, í Fréttablaðinu í dag.

Það vekur athygli að meirihluti er meðal kjósenda allra flokka fyrir því að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort hefja eigi aðildarviðræður að Evrópusambandinu. Einnig kemur fram í könnuninni að mikill meirihluti kjósenda Samfylkingarinnar eru hlynntir aðild að ESB en það er í sjálfu sér ekkert nýtt. Samkvæmt könnuninni er líka meirihluti fylgjandi aðild innan raða Framsóknarflokksins. Það kemur líka á óvart að nokkurn veginn jafn margir af stuðningsmönnum VG eru fylgjandi aðild og þeir sem eru mótfallnir henni.

En hvað sem öðru líður, þá er hægt að draga þá  ályktun - út frá niðurstöðum könnunarinnar - að Evrópumálin eru á dagskrá hvað sem formaður Framsóknarflokksins ber höfðinu í steininn.

Mér finnst það mjög einkennilegur málflutningur að Samfylkingin nýti sér þessar aðstæður til þess að setja Evrópumálin á dagskrá. Samfylkingin hefur alltaf haft þessa stefnu í Evrópumálum og því er það fjarstæða að halda því fram að menn séu að nýta sér þessar aðstæður til þess að ræða málið. Það er hins vegar ámælisvert hjá formönnum annarra flokka að nýta sér núverandi ástand í efnahagsmálum til þess að stöðva umræður um þetta mikilvæga mál.

Hjá Samfylkingunni er ekki um neina stefnubreytingu að ræða í Evrópumálum og því alls ekki neitt lýðskrum á ferðinni eins og formaður bankastjórnar Seðlabankans hélt svo smekklega fram fyrir skemmstu. Það væru hins vegar svik við kjósendur Samfylkingarinnar að segja skilið við stefnu flokksins á erfiðum tímum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband