Leita í fréttum mbl.is

Skýr sýn Ingibjargar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar skrifaði mikla grein í Morgunblaðið í dag. Í henni kemur fram sú skoðun hennar að til þess að ná stöðugleika í efnahagskerfi okkar þurfum við fyrist að leita á náðir Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, því næst að sækja um aðild að ESB og stefna að upptöku Evru.

Þetta er skýr framtíðarsýn og vegvísir út úr þeim vanda sem stöndum frammi fyrir í dag. Við þurfum á slíkrki sýn og leiðtogahæfileikum hennar að halda um þessar mundir.

Þess vegna er það sérstakt ánægjuefni að hún sé á batavegi og á leið heim til Íslands. Þó er auðvitað ekki útséð með það hvað hún getur tekið virkan þátt í vinnunni fyrst um sinn.

Það er allta jafn yndislegt að sjá hvað Ingibjörg Sólrún vekur upp hörð viðbrögð hjá andstæðingum hennar eins og sjá má af sótillum bloggurum sem vilja koma skoðun sinni á framfæri við fréttina.

Þessi hörðu viðbrögð sannfæra mig bara ennfrekar að hún sé á réttri leið með framsetningu sinni og áherslum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband