26.9.2008 | 10:57
Evrópuvaktin
Nú þegar okkur berast fréttir af fundum Evrópuvaktarinnar með ráðamönnum í Brussel kemur það alltaf betur í ljós að eina greiðfæra leiðin að upptöku Evrunnar liggur í gegnum aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Upptaka Evru, byggð á EES samningnum, virðist í besta falli vera nokkuð illfær. Það er sú leið sem Björn Bjarnason hefur lagt til að verði skoðuð frekar.
Miðað við þau viðbrögð sem berast okkur frá ráðamönnum í Brussel þá virðast þeir telja að upptaka Evru á þessum forsendum sé a.m.k. illmöguleg. Út frá pólitísku sjónarmiði sé hún mjög erfið þó sumir telji að engum hafi tekist að benda á að tæknilega sé ekkert sem komi í veg fyrir þess leið.
Viðbrögð þeirra, sem áhuga hafa á þessari leið og eru andsnúnir aðildarumsókn að Evrópusambandinu, hafa verið á þá leið að ekki sé nóg að spyrja embættismenn hjá Evrópusambandinu þessara spurninga. Til þess að fá úr þessu skorið sé nauðsynlegt að bera spurninguna upp við æðstu stjórnmálaleiðtoga aðildarríkjanna. Að þeirra mati duga ekki orð ráðamanna í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Það þarf s.s. að spyrja fleiri hvort það sé ekki einhver minnsti möguleiki á því að þetta sé gerlegt. Þannig mun mönnum takast að halda lífi í þessrari umræðu.
Engu er líkara en einhverjir telji hag sínum best borgið með því að tefja þetta mál eins mikið og mögulegt er í staðinn fyrir að horfast í augu við þá kosti sem við vitum fyrir víst að standa okkur til boða á þessari stundu. Annar kosturinn er auðvitað að sækja um aðild, hefja aðildarviðræður og taka upp Evru í framhaldi af því ef þjóðin ákveður á annað borð að ganga í Evrópusambandið. Hinn kosturinn er að halda áfram með krónuna og efla þá til muna það kerfi og þá peningamálstefnu til þess að okkur sé sú leið fær. Ég held að það verði alltaf erfiðara og erfiðara að verja það að halda áfram með seinni kostinn. Fjórtan prósenta fall íslensku krónunnar í september er örugglega ekki verið til þess fallið að auka mönnum trú á því hægt sé að byggja á núverandi stefnu í peningamálum þjóðarinnar til framtíðar.
Í pallborðsumræðum á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar sl. laugardag, sem Ingibjörg Sólrún, Jónas Haralz, Vilhjálmur Egilsson og Gylfi Arnbjörnsson tóku þátt í, kom fram mikill samhljómur um það að núverandi peningamálastefna væri tilraun sem hefði mistekist. Því væri mikilvægt að feta sig frá þeirri stefnu og það skipti máli að gera það eins hratt og mögulegt væri. Óhætt er að taka undir þetta. Einnig var algjör samhljómur um það Evran væri sá gjaldmiðill sem við ættum að halla okkur að til framtíðar þó uppi hafi verið mismunandi áherslur á því hvernig bæri að stefna að því.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.