Leita í fréttum mbl.is

Sprengir Írak ríkisstjórnina?

Sorglegt var að fylgjast með Hjálmari Árnasyni , þingflokksformanni Framsóknarflokksins í Kastljósi um daginn. Þangað var hann mættur til þess að til þess að telja áhorfendum trú um að Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins hefði unnið eitt helsta afrek flokksins á undanförnum árum með því að viðurkenna það að stuðningurinn ríksstjórnarinnar við innrásina í Íraka hafi verið mistök. Eiginlega bara tæknileg mistök vegna þess að stuðningurinn byggðist á fölskum forsendum. Einnig mátti skilja orð Hjálmars þannig að hann hefði bara stutt þetta vegna þess að þáverandi formaður flokksins hafði gert þessi mistök og það er nú einu sinni þannig að Hjálmar ver sína menn. En nú er Halldór horfinn á braut og því engin ástæða til þess að verja hann lengur og þess vegna er Framsóknarflokkurinn kominn í stjórnarandstöðu við sjálfan sig á kosningavetri.

En Íhaldið stingur höfðinu í sandinn og þau fáu skipti sem höfuðið kemur upp úr sandinum berja Sjálfstæðismenn því í steininn og neita því að um mistök hafi verið að ræða. Björn Bjarnason er líkur þingflokksformanni Framsóknarflokksins í málflutningi sínum að því leyti að hann telur það eðlilegt að við fylgjum vinaþjóðum okkar, Bretum og Bandaríkjamönnum að málum hversu vitlaus sem þau mál kunna að vera. Það er nú einu sinni þannig að Björn er tilbúinn að verja sína menn líkt og Hjálmar. Björn virðist einnig styðja innrásina í Írak á þeim forsendum að það hefði hvort eð er engu skipt þótt íslenska ríkisstjórnin hefði verið á móti innrásinni. Þá sé betra að vera samsekur með vinum sínum heldur en að benda þeim á að e.t.v. sé um feigðarflan að ræða. En það hefði verið mun meira vinarþel fólgið í því að benda okkar ágætu vinum í Bretlandi og Bandaríkjunum á þá vitleysu sem hugmyndin um innrás í Írak var og stuðla þannig að því að þessar vinaþjóðir okkar gerðu ekki þessi stórkostlegu mistök. Það hefði verið meiri og betri bragur á þeim vinskap. Það skiptir engu máli í mínum huga hvort slík mótmæli hefðu haft eitthvað að segja eða ekki. Það var okkar skylda að mótmæla styrjaldarbrölti vopnabræðranna, Bush og Blair.

Íraksmálið er hið vandræðalegasta fyrir ríkisstjórnina og greinlegt að málið er fara að valda titringi í samstarfinu. Þess vegna kæmi mér það ekki á óvart þótt íraksdeilan verði til þess að þetta ríkisstjórnarsamstarf springur í loft upp vegna þess trúnaðarbrests sem kominn er upp innan ríkisstjórnarflokkanna vegna málsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband