Leita í fréttum mbl.is

Trúverðugleiki Seðlabankans

Það virðist vera vandi Seðlabankans og Davísð Oddssonar að enginn trúir því að hann geti tekist á við þann vanda sem að okkur steðjar um þessar mundir. Gylfi Magnússon, hagfræðingur og dósent við Háskóla Íslands segir seðlabankann skorta trúverðugleika og stefna hans sé komin í algjört þrot. Í raun kemur fram að það sé orðið sjálfstætt efnahagsvandamál að enginn virðist leggja trúnað á að þær aðgerðir sem bankinn grípur til hafi nokkuð að segja. Háir stýrivextir, há verðbólga og króna sem sveiflast upp og niður hvað sem aðgerðum ofan úr Svörtuloftum líður er ástand sem ekki verður unað við öllu lengur.

Gylfi telur líka nauðsynlegt að breyta stjórnfyrirkomulagi bankans. Hann segir nauðsynlegt að óhjákvæmilegt að ný stjórn fagmanna taki við af núverandi bankastjórn og bankaráð. Stjórnin þarf nefnilega njóta trausts á markaði og þar þurfa að sitja innlendir og erlendir sérfræðingar sem tæju allar meiriháttar ákvarðanir bankans. Ég held að flestir geti tekið undir þessi sjónarmið dósentsins og reyndar hljóta þessar aðstæður sem nú eru uppi að kalla á heildarendurskoðn peningamálastefnunnar. Ekki er hægt að láta almenning blæða lengur vegna þessarar stefnu sem nú þegar er ljóst að hefur brugðist.  

Samtök atvinnulífsins svöruðu síðustu vaxtahækkun bankans með því að hóta því að evruvæða atvinnulífið einhliða, þ.e. segja skilið við krónuna. Það er auðvitað vel skiljanlegt að atvinnulífið vilji skoða þessa leið þar sem það ástand sem hér er að skapast vegna þess að Seðlabankinn virðist ekki ráða við verkefni sitt. Ef það reynist mögulegt hlýtur verkefni Seðlabankans að verða ennþá flóknara en það er í dag ef það er þá mögulegt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband