Leita í fréttum mbl.is

Í frjálsu falli

Svona líta fyrirsagnirnar um íslensku krónuna út í dag í netmiðlunum. Hún lækkaði á einum degi um rúm 7%. Edda Rós Karlsdóttir yfirmaður greiningardeildar Landsbankans segir að krónan lækki svo mikið að líkur á vaxtahækkun hafi aukist vegna verðbólgumarkmiða Seðlabanakns. Flestum ætti að vera kunnugt að stýrivextir hér á landi eru þeir hæstu sem þekkjast hjá iðnvæddum þjóðum. Þessi snögga lækkun krónunnar í dag og síðustu daga hlýtur að leiða hugann að peningamálastefnu Seðlabankans.

Egill Helgason varpar fram þeirri spurningu hvort þurfi að reka Seðlabankastjórann. Ekki veit hvort þetta er réttmæt eða tímabær spurning og mun ekki gerast dómari í því máli. Hitt er aftur annað mál að atburðarás dagsins í dag og síðustu daga hlýtur að kalla á endurskoðun á stefnu bankans og e.t.v. endurskoðun á lögum um Seðlabankann. Það hljóta að vera þær spurningar sem eftir standa í lok dags og hvort bankinn valdið hlutverki sínu.

Til lengri tíma hlýtur líka flestum að vera ljóst að krónan hefur þjónað sínu hlutverki og dugir ekki lengur sem gjaldmiðill í ólgusjó alþjóðlegs fjármálaumhverfis. Og eins og alltaf er það almenningur sem borgar brúsann af krónunni (þessari ömurlegu krónu eins og Guðmundur Ólafsson komst svo skemmtilega að orði í Silfrinu).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband