15.3.2008 | 01:51
Að tala krónuna upp en henda henni svo
Eitthvað virðist reiðilestur Steingríms J. Sigfússonar, æðsta klerks Vinstri Grænna í garð viðskiptaráðerra, Björgvins G. Sigurðssonar fyrir það að hafa talað krónuna niður koma öfugur upp úr honum í miðopnu Morgunblaðsins í dag. Þar leggur hann til ásamt sínum varaformanni, Katrínu Jakobsdóttur, að krónunni verði hent fyrir borð eins og hverju öðru drasli, sömu íslensku krónunni og hann skammaði viðskiptaráðherrann svo innilega fyrir að tala niður.
Ekki er langur tími liðinn síðan sá reiðilestur átti sér stað. Formaður VG virðist því ekki þurfa mikinn umhugsunarfrest til þess að skipta um skoðun í grundvallarmálum eins og gjaldeyrismálum þjóðarinnar.
Hins vegar gæti það auðvitað verið að formaðurinn líti á það sem meiri móðgun við krónuna að stilla henni upp gegn hugsanlegri Evrópusambandsaðild og upptöku Evru en að stilla henni upp gegn hugmyndinni um samnorræna krónu. Það kann auðvitað vel að vera. En hins vegar er hér um alveg nýja hugmynd að ræða í gjaldeyrismálunum og hún þarfnast að sjálfsögðu meiri umræðu. Það getur auðvitað líka hugsast að Steingrímur viti að þessi hugmynd verður sennilega aldrei að veruleika og því sé ekki hætta á að verið sé að tala krónuna niður með henni.
En það er að minnsta kosti erfitt að skilja málflutning formanns Vinstri Grænna í þessum málaflokki. Einn daginn skammar hann menn linnulítið fyrir það að tala hans heittelskuðu krónu niður en næsta dag leggur hann fram tillögu um að kasta krónunni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:53 | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.