15.3.2008 | 00:43
Atvinnu - og byggðamál
Um síðastliðna helgi var haldið Austurþing á vegum Framtíðarlandsins og Nýheima á Hornafirði. Þingið fjallaði um nýsköpun í atvinnumálum og umhverfisvæna framtíð. Óhætt er að fullyrða að þigið var áhugavert og fékk það töluverða umfjöllun í fjölmiðlum. Mörg fróðleg erindi voru haldin og var fólk sammála um það að sú hugmyndafræði sem Nýheimar byggja á geti verið vegvísir að atvinnu - og byggðastefnu framtíðarinnar. Þar hefur sú stefna verið tekin að vinna að uppbyggingu þekkingarsamfélags. Þetta frumkvöðla - og þekkingarsamfélag hefur undið upp á sig á síðustu árum og nú er svo komið að húsrúm þar er óðum að fyllast. Það er ánægjulegt vandamál.
Það voru því mikil vonbrigði þegar í ljós kom að ekki var vilji til þess innan yfirstjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs og umhverfisráðuneytisins að staðsetja framkvæmdastjóra þjóðgarðsins á Hornafirði. Það starf hefði passað eins og flís við rass við þá starfsemi sem fram fer í Nýheimum. Framkvæmdastjórinn hefði notið góðs af því vísindastarfi sem þar fer fram og verið í betri tengslum við þjóðgarðinn. Hlusta má á umfjöllun RÚV um þessi mál hér og hér.
Auðvitað er dapurlegt til þess að hugsa að fyrsta starfið sem auglýst er án staðsetningar í tíð þessarar ríkisstjórnar skuli lenda á höfuðborgarsvæðinu. Vonandi er það ekki vísbending um það sem koma skal í þeim málum en eins og flestir vita þá er í gangi mikil vinna innan iðnaðarráðuneytisins að skilgreina þau störf sem hægt er að vinna án tillits til staðsetningar með það að markmiði að efla atvinnulíf á landsbyggðinni. Nú er ég einn þeirra sem haft mikla trú á þessu hugtaki, störf án staðsetningar og hef talið það vera gott innlegg ríkisstjórnarinnar í byggðamálum og atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni. Í kosningabaráttunni hélt ég þessu mjög á lofti við kjósendur til þess að afla Samfylkingunni fylgis enda þessi ágæta hugmynd, eins og svo margar aðrar góðar hugmyndir, runnin undan rifjum hennar. Nú er bara að sjá hvernig til tekst með framkvæmdina og útfærsluna og ég vona svo sannarlega að niðurstaðan varðandi framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarð verði ekki vegvísir ríkisstjórnarinnar í þeirri vinnu.
Á síðasta bæjarstjórnarfundi var líka töluvert fjallað um framtíð frumkvöðla - og nýsköpunarstarfs á Hornafirði. Bæjarráð hafði þá fjallað um minnispunkta bæjarstjóra um þessi mál. Hann hafði rætt við framkvæmdastjóra Frumunnar og yfirmenn Nýsköpunarmiðstöðvar og framtíð þessara mál. Í tengslum við mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar mun opna hér starfsstöð á vegum Nýsköpunarmiðstöð með tveimur stöðugildum. Út úr viðræðum bæjarstjóra við starfsmenn Frumunnar og Nýsköpunarmiðstöðvar fæddist sú hugmynd að sterkara yrði fyrir frumkvöðla - og nýsköpunarstarf í sveitarfélaginu að leyfa starfsemi Frumunnar að renna inn í starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar. Eftir töluverðar umræður í bæjarráði fékk þessi hugmynd brautargengi. Ég er þess fullviss að þessi ráðstöfun mun leiða til enn öflugra frumkvöðla - og nýsköpunarstarfs á Hornafirði.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.