6.3.2008 | 19:37
Samstarf sveitarfélaga og kjördæmaskipan
Eitt af því sem bæjarráð ræddi á síðasta fundi sínum var úttekt bæjarstjóra á áframhaldandi samstarfi sveitarfélagsins við Samband Sveitarfélaga á Austurlandi og hugsanleg innganga sveitarfélagsins í Samband Sveitarfélaga á Suðurlandi.
Eins og flestir vita þá var kjördæmaskipaninni breytt í kosningunum 1999. Bæjarstórn Hornafjarðar hafði þá tekið þá ákvörðun að verða hluti af Suðurkjördæmi í samræmi við vilja íbúa sem kom fram í könnun sem framkvæmd var af þessu tilefni. Með því var slitið á tengslin við okkar gamla Austurlandskjördæmi sem rann inn í Norðausturkjördæmi. Um leið og bæjarstjórn tók þessa ákvörðun var ákvað hún líka að halda áfram samstarfinu við SSA (samband sveitarfélaga á Austurlandi) enda hafði samstarfið þar verið með miklum ágætum og SSA verið í fararbroddi í ýmsum málefnum.
Nú er hins vegar svo komið að bæjarfulltrúar velta því alvarlega fyrir sér hvort hagsmunum sveitarfélagsins sé betur komið innan samtaka sveitarfélaga sem starfa innan okkar kjördæmis. Auðvitað er það svo að kanna verður málið til hlítar, kanna kosti og galla og taka rökstudda ákvörðun á þeim grunni. Undanfarin ár hefur verið unnið mjög gott starf innan SSA og nauðsynlegt að taka með inn í reikninginn það sem við komum til með að tapa með því að skipta um samstarfsvettvang.
Hins vegar er ég ekki í nokkrum vafa um það að pólitískum hagsmunum okkar er betur borgið í samtökum sveitarfélaga sem starfa innan kjördæmisins. Þannig komumst við í betri snertingu við þau sveitarfélög sem liggja næst okkur innan kjördæmisins og við komumst betur í snertingu við kjördæmið sjálft. Ég hef enga trú á því að menn eigi eftir að breyta kjördæmaskipaninni á næstu árum og ég held að það geti ekki gengið til lengdar fyrir okkur að eiga ekki í samstarfi við sveitarfélögin í okkar kjördæmi. Því er heldur ekki að neita að tengslin og böndin við gamla Austurlandskjördæmið hafa eilítið rofnað á síðustu árum og að mínu mati munu þau halda áfram að gera það. Ástæðan fyrir því er ekki sú að Austfirðingum sé eitthvað illa við Hornfirðinga eða Hornfirðingum illa við Austfirðingum heldur einfaldlega vegna þess að við tilheyrum ekki sama kjördæmi.
Þess vegna tel ég tímabært að við íhugum breytingar í þessum efnum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.3.2008 kl. 14:22 | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.