25.2.2008 | 23:58
Góð mæting á fund með Vegagerðinni
Mjög góð mæting var á fundinn með Vegagerðinni í Nýheimum í kvöld. Þar var rætt um umhverfismat Vegagerðarinnar á nýjum vegi um Hornafjörð. Þessi góða mæting á fundinn undirstrikar hversu stórt og mikilvægt málið er sveitarfélaginu og íbúum þess.
Ekki var síst rætt um þá ákvörðun Vegagerðarinnar leggja til að farin verði svokölluð leið 1. Því verður ekki neitað að allur þunginn í umræðum á fundinum var á þá leið að fara beri leið 3. Sú leið styttir vegalengdir innan sveitarfélagsins mest. Algjör einhugur er í bæjarstjórn um að fara eigi þá leið.
Nú þurfum við að bíða eftir því að heyra niðurstöðu Skipulagsstofnunar. Athugasemdafrestur rennur út 7. mars. Reynir Arnarson, formaður bæjarráðs, notaði tækifærið á fundinum áðan til þess að hvetja alla þá sem hefðu athugasemdir við skýrlsu Vegagerðarinnar að senda þær inn til Skipulagsstofnunar. Þar fá þær efnislega meðferð og Vegagerðinni ber að svara þeim með rökstuddum hætti.
Fram kom á fundinum að þingmenn Suðurkjördæmis hafa fengið sömu kynningu á framkvæmdinni og sýnd var í Nýheimum í kvöld. Þannig að þeir eru vel upplýstir um stöðu málsins og ættu því að geta lagt málinu lið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.