21.2.2008 | 23:40
Fórnarlambshefð Íhaldsins
Ég hef áður rætt það að mér finnst Íhaldið hafa gert það að listgrein að vera í fórnarlambssætinu í íslenskri stjórnmálaumræðu. Nú finnst mér það hafa náð nýjum hæðum þegar Sigurður Kári Kristjánsson hefur tekið að sér að vera fórnarlambið fyrir Gísla Martein Baldursson vegna skrifa Össurar Skarphéðinssonar. Það var athyglisvert að hlusta á Sigurð Kára og Lúðvík Bergvinsson í Kastljósinu í kvöld.
Sigurður Kári taldi að skrifin væru algerlega tilefnislaus. Hefur alþingismaðurinn ekki fylgst með umræðum og viðburðum síðustu mánaða í borgarstjórn? Tók þingmaðurinn ekki eftir könnun Capacent þar sem fram kom að Gísli Martein nýtur ákaflega lítils stuðnings meðal borgarbúa til þess að verða borgarstjóri? Ef það er ekki tilefni til þess að ræða málið þá veit ég ekki hvað tilefni er. En ég get tekið undir það með Lúðvíki að ýmislegt í orðfæri Össurar var óviðeigandi. Hins vegar finnst mér Sigurður Kári Kristjánssonar full viðkvæmur gagnvart myndmáli og hann virðist ekki skilja eðli myndmálsins og tilganginn með hressilegu stílfæri Össurar Skarphéðinssonar.
Sigurður Kára finnst hér um rætin skrif að ræða hjá Össuri. Ég get ekki tekið undir það. Össur er einfaldlega að lýsa afleiðingum atburðarásar í borgarstjórnar eins og hann sér þær. Þegar Sigurður Kári fór að kalla þessi skrif Össurar rætin þá fannst mér það gott hjá Lúðvíki að nefna Staksteina Morgunblaðsins sem dæmi um rætin pólitísk skrif. Þá var staðan þægileg hjá þingmanni Íhaldsins, því hann getur jú ekki svarað fyrir skrfi málgagnsins. En hann mætti kannski fordæma þau með sama hætti og hann fordæmir skrif Össurar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:42 | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Af mbl.is
Erlent
- Tveir Danir á meðal ferðamanna sem létust
- John Prescott er látinn
- Boða byltingu í flugi til Grænlands
- Lars Løkke: Danir fylgjast náið með
- Vinaþjóðir Úkraínu kyndi undir sálfræðihernað Rússa
- Yfirvöld láta ekkert uppi: Sænsk herskip kölluð út
- Danir og Svíar útiloka ekki skemmdarverk
- Þúsundir þrömmuðu um götur Aþenu
- Ergelsi hjá Google
- Tvíburasystur týndust í Tyrklandi
Athugasemdir
Eftir því sem ég les bloggið hans Össurar því betra finnst mér það. Hvað er svona rætið við skrifin. Mér dettur þetta helst í hug:
"þvi auðvitað var plott Gísla Marteins að veikja Villa nóg til að hann sjálfur fengi oddvitastöðuna – liggur í pólitísku blóði sínu fyrir eigin tilverknað og á sér varla afturkvæmt hema kraftaverk gerist. Hann klúðraði fyrsta sandkassaleiknum sínum."
Mér finnst þetta með betri myndlíkingum um þennan atburð. Hver hefur ekki heyrt minnst á pólitískt sjálfsmorð eða Hara kiri í þessu sambandi. Er það eitthvað skárra?
Svo var nú grátleg útskýring Sigurðar þegar hann var spurður um skrif sín varðandi Binga. Jú, hann hafði tilefni til að skrifa svona!!
Sigurður Haukur Gíslason, 22.2.2008 kl. 00:09
Já, þau eru mögnuð þessi tilefni.
Árni Rúnar Þorvaldsson , 22.2.2008 kl. 00:18
Gott að (þið) stjórnmálamenn sjáið um að skemmta landanum meðan framleiðsla fer fram á amerísku sjónvarpsefni eftir verkfall handritshöfunda Mér finnst Össur alveg svakalega skemmtilegur penni og færslan fín þó sumar setningar hljómi ekki vel þegar þau eru rifin úr samhengi. En hvað um það brátt kem ég til Hornafjarðar með her nemenda úr ferðamálafræði við Háskólann á Hólum. Vildi bara boða komu okkar og ég vonast til að rekast á brottflutta hafnfirðinga á Höfn.
Kveðja Stjáni Ben, Grænahrauni, Hafnarfirði, Hólum.
Stjáni Ben (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 00:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.