21.2.2008 | 19:51
Endurþjóðnýting
Í dag lærði ég nýtt orð. Mér finnst alltaf svolítið skemmtilegt þegar það gerist. Orðið lærði ég þegar ég las skemmtilega grein eftir Þorvald Gylfason sem m.a. fjallaði um íslensku bankana. Orðið var endurþjóðnýting. Þar kemur fram, sem auðvitað er sjálfsagður sannleikur, að bankarnir afsöluðu sér ríkisábyrgð um leið og þeir voru einkavæddir á útsöluprís eins og Ríkisendurskoðun vitnaði til um. Þó er rétt í ljósi aðstæðna hjá bönkunum nú um stundir að minna á þetta.
Útlitið á fjármálamarkaði er ekkert sérstaklega gott. Ef marka má fréttir þá virðist staða íslensku bankanna ekki upp á marga fiska. Niðursveiflan á undradrengjunum, sem lofsamaðir voru um allar grundir fyrir að kunna betur en allir aðrir að búa til pening úr pening, er hafin að því er virðist.
Ég er sammála Þorvaldi Gylfasyni varðandi það að bankarnir geta ekki verið þekktir fyrir það, eftir þá óheftu frjálshyggju sem menn þar innanborðs hafa boðað, að hlaupa undir pilsfald ríkisvaldsins. Að hans mati er eina mögulega útrétta hjálparhöndin frá hendi ríkisins tímabundin endurþjóðnýting.
Hitt atriðið sem Þorvaldur ræddi í grein sinni var hin undarlega umræða um ESB - og Evrumál í landinu. Sú umræða virðist af einhverjum orsökum alltaf vera föst í einhverjum bullhjólförum og almenningi er aldrei gefið tækifæri á að kynna sér málin á hófstilltan og skynsaman hátt. Um leið og einhver leyfir sér að nefna ESB aðild þá eru einhverjir snillingar tilbúnir hrópa, fullveldisafsal eða eitthvað þaðan af verra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.