20.2.2008 | 23:31
Loðnuleysi og niðurskurður aflaheimilda
Þær voru ekki góðar fréttirnar í dag um ákvörðun sjávarútvegsráðherra varðandi stöðvun á loðnuveiðum á hádegi á morgun. Þetta er auðvitað reiðarslag fyrir samfélag eins og Hornafjörð sem byggir afkomu sína á stórum hluta á sjávarútvegi. Í ljósi þess að niðurskurður aflaheimilda á þorski var ákveðinn á síðastliðið sumar þá eru þessar fréttir enn alvarlegri. Ljóst er að útgerðarfyrirtækin munu verða af gríðarlegum tekjum sem og starfsmenn þeirra.
Þessi ákvörðun staðfestir enn frekar nauðsyn þess að í sveitarfélagi eins og okkar er mikilvægt að styrkja grunnstoðirnar, fjölga atvinnutækifærum og að auka lífsgæði. Við verðum að leitast við að gera samfélögin öflugri svo þau verði betur í stakk búin til þess að takast á við áföll af þessum toga.
Auðvitað vonar maður að sú ákvörðun sem ríkisstjórnin tók í sumar, þ.e. að fara að tillögum Hafrannsóknarstofnunar og skera niður þorskkvótann, sé tímabundin. Vonandi verður þetta til þess að hægt verður að byggja upp stofnana þannig að hægt verði að auka við kvótann eins fljótt og hægt er. Tilgangurinn með því að fara að tillögum Hafró var sá að láta á það reyna hvort að ráðgjöfin myndi skila þeim árangri að stofnarnir myndu stækka og eflast og það vonar maður svo sannarlega að verði raunin.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.