28.11.2007 | 01:35
Gagnlegur borgarafundur
Ég var rétt í þessu að koma af mjög gagnlegum og skemmtilegum borgarafundi á Hrollaugsstöðum í Suðursveit. Á fundinum sköpuðust mjög málefnalegar umræður sem munu án efa gagnast kjörnum fulltrúum sem og starfsmönnum sveitarfélagsins í vinnu sinni á næstunni.
Fundurinn byrjaði á því að Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri kynnti metnaðarfulla fjárhagsáætlun sveitarfélagsins, sem tekin verður til annarrar umræðu í bæjarstjórn í næstu viku. Töluverðar umræður sköpuðust um málefni sveitarfélagsins í heild út frá kynningu bæjarstjórans.
Annar liður á dagskrá fundarins voru málefni Vatnajökulsþjóðgarðs. Í þeim umræðum kom berlega í ljós að fundurinn í Suðursveit gat ekki komið á betri tíma. Fram kom að landeigendur eru alls ekki sáttir við gang viðræðna við umhverfisráðuneytið. Í máli þeirra kom fram að ekkert hefur verið rætt við þá síðan um mitt sumar. Þetta er auðvitað ekki nógu gott og ráðuneytið verður að setja meiri kraft í þessa vinnu.
Í tengslum við Vatnajökulsþjóðgarð var einnig töluvert rætt um tillögu svæðisráðsins okkar innan Vatnajökulsþjóðgarðs vegna staðsetningar á gestastofu þjóðgarðsins við Hornafjörð. Sitt sýndist hverjum um það mál en ég tel þó að það hafi tekist nokkuð vel að útskýra okkar sjónarmið í því máli. En þetta var umfram allt mjög skemmtilegur og gagnlegur fundur. Fulltrúar sveitarfélagsins fóru vel nestaðir og fóðraðir af fundinum með Suðursveitungum, það er víst.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:50 | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Af mbl.is
Innlent
- Hitatölur síðasta sumars þegar toppaðar í höfuðborginni
- Auðvelt að skemma árangurinn með draumórum
- Vara við aukinni hættu á gróðureldum
- Ég vissi að pabbi væri farinn
- Telur verndartolla njóta stuðnings
- Fágætissalur opnaður í Eyjum
- Hiti víða yfir 20 stigum í dag
- Ók bifreið á kyrrstæðar bifreiðar
- Sorgarferli á Suðurnesjum
- Margra ára vegferð Sýrlendinga til lýðræðis hafin
Erlent
- Auka hernað á Gasa til að ná bug á Hamas
- Slæmur og hættulegur dagur fyrir Bandaríkin
- Fyrsta blóðprufan á Alzheimer samþykkt
- Sömdu um fangaskipti en ekki vopnahlé
- Gerð nýrrar auglýsingar vekur reiði Grikkja
- Nýtt þyngdarstjórnunarlyf sagt skáka Wegovy
- Fær 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie
- Sænski diplómatinn fannst látinn
- Friðarfundi slitið í Istanbúl
- Trump: Fólk á Gasa er að svelta
Íþróttir
- Fulltrúar UEFA gengu út af þingi FIFA
- Hafsentinn genginn til liðs við Real Madrid
- Ólafur Flóki framlengir við Val
- Var heimsmeistarinn að kveðja?
- New York sendi meistarana í sumarfrí
- Rússinn alveg á mörkunum að vera löglegur
- Gamla ljósmyndin: Hafa tekist á í síðasta sinn
- Kannski síðasti titillinn hjá mörgum okkar saman
- Áfram óvænt á toppnum þegar mótið er hálfnað
- Glæsilegur skalli Cucurella (myndskeið)
Viðskipti
- Afslátturinn virðist ekki skipta máli að mati ráðherra
- Gullhúðun sem breytti fólki í löggur og sakamenn
- Alvotech klárar útboð í Svíþjóð
- Undarlegt ef það yrði ekki stýrivaxtalækkun
- Fréttaskýring: Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir
- Forstjóri Novo Nordisk stígur til hliðar
- Hafnar öllu tali um að hafa haft áhrif á útboðið
- Alþjóðatenging í nýsköpun
- 31 þúsund einstaklingar keyptu í bankanum
- Fordæmalaus eftirspurn"
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.