Leita í fréttum mbl.is

Gagnlegur borgarafundur

Ég var rétt í þessu að koma af mjög gagnlegum og skemmtilegum borgarafundi á Hrollaugsstöðum í Suðursveit. Á fundinum sköpuðust mjög málefnalegar umræður sem munu án efa gagnast kjörnum fulltrúum sem og starfsmönnum sveitarfélagsins í vinnu sinni á næstunni.

Fundurinn byrjaði á því að Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri kynnti metnaðarfulla fjárhagsáætlun sveitarfélagsins, sem tekin verður til annarrar umræðu í bæjarstjórn í næstu viku. Töluverðar umræður sköpuðust um málefni sveitarfélagsins í heild út frá kynningu bæjarstjórans.

Annar liður á dagskrá fundarins voru málefni Vatnajökulsþjóðgarðs. Í þeim umræðum kom berlega í ljós að fundurinn í Suðursveit gat ekki komið á betri tíma. Fram kom að landeigendur eru alls ekki sáttir við gang viðræðna við umhverfisráðuneytið. Í máli þeirra kom fram að ekkert hefur verið rætt við þá síðan um mitt sumar. Þetta er auðvitað ekki nógu gott og ráðuneytið verður að setja meiri kraft í þessa vinnu.  

Í tengslum við Vatnajökulsþjóðgarð var einnig töluvert rætt um tillögu svæðisráðsins okkar innan Vatnajökulsþjóðgarðs vegna staðsetningar á gestastofu þjóðgarðsins við Hornafjörð. Sitt sýndist hverjum um það mál en ég tel þó að það hafi tekist nokkuð vel að útskýra okkar sjónarmið í því máli.  En þetta var umfram allt mjög skemmtilegur og gagnlegur fundur. Fulltrúar sveitarfélagsins fóru vel nestaðir og fóðraðir af fundinum með Suðursveitungum, það er víst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband