23.11.2007 | 00:07
Suðurlindir og kostuleg fundargerð
Það voru sannarlega glæsileg tilþrif hjá Hafnfirðingum, Grindvíkingum, Sveitarfélaginu Vogum að stofna félag um orkuauðlindrinar í iðrum jarða innan sinna sveitarfélaga. Þetta samkomulag skapar að mínu mati mikil tækifæri til framtíðar fyrir þessi sveitarfélög. Eftir darraðadansinn í kringum Hitaveitu Suðurnesja og lausatök Árna Sigfússonar á því fyrirtæki þarf það ekki að koma neinum á óvart að sveitarfélögin sáu sér þann kost vænstan að bjarga auðlindunum sjálfum undan braski kaupsýslumanna.
Orkumálin hafa verið mál málanna í pólitíkinni á þessu hausti og ég held að flestir Íslendingar séu þeirrar skoðunar að auðlindirnar sjálfar eigi að vera í almannaeigu. Stofnun Suðurlinda er sannarlega liður í því að tryggja það en ég bind miklar vonir við það að Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra nái, í gegnum lagasetningu, að tryggja það að aulindirnar verði um alla tíð í almannaeigu.
Kostuleg fundargerð
Að lokum vil ég benda lesendum á þessa stórskemmtilegu fundargerð frá fundi bæjarstjórnar Hornafjarðar í síðustu viku. Vil ég sérstaklega benda fólki á þá þau stórkostlegu stílbrögð minnhlutans að halda því fram að "meirihlutinn sé kominn út úr skápnum". Á einum stað í fundargerðinni sér annar fulltrúa minnihlutans sérstaka ástæðu til þess að árétta það að hann sé ennþá Sjálfstæðismaður. Áður hafði verið sleginn svo yndislega fallegur jafnaðarmannatónn í máli hans að ég sá sérstaka ástæðu til þess að bjóða hann velkominn í hópinn. Það vildi hann hins vegar ekki kannast við og sá ástæðu til þess að koma því á framfæri að hann væri sjálfstæðismaður og var það fært til bókar. Enda ekki vanþörf á því.
Ef þessi fundargerð er ekki skemmtilesning þá veit ég ekki hvað þótt hún sé að mínu mati heldur í lengri kantinum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.